Fjórtán manns gefa kost á sér til stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Vigfús Bjarni Albertsson gefur einn kost á sér til formanns Varðar og verður hann því sjálfkjörinn á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fer næstkomandi mánudag, 28. mars, kl. 17:30 í Valhöll. Kosið verður um sjö stjórnarsæti á aðalfundi.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs ran út kl. 16:00 síðastliðinn föstudag. Alls bárust 14 framboð og voru öll framboðin úrskurðuð gild.
Skrifleg kosning til stjórnar Varðar fer fram á aðalfundinum.
Eftirfarandi aðilar eru í framboði til formanns Varðar
- Vigfús Bjarni Albertsson
Eftirfarandi aðilar eru í framboði til stjórnar Varðar
- Andrea Sigurðardóttir
- Einar Hjálmar Jónsson
- Einar Sigurðsson
- Einar Sveinn Hálfdánarson
- Elín Jónsdóttir
- Heimir Hannesson
- Janus Arn Guðmundsson
- Leifur Skúlason Kaldal
- Nanna Kristín Tryggvadóttir
- Rúna Malmquist
- Sigurður Haukdal Styrmisson
- Sigurður Helgi Birgisson
- Viktor Ingi Lorange