Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag.
Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 737, þar af voru 717 atkvæði gild. 20 atkvæði voru auð eða ógild.
Úrslit eru eftirfarandi:
1. Heimir Örn Árnason með 388 atkvæði í 1. sæti
2. Lára Halldóra Eiríksdóttir með 387 atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Þórhallur Jónsson með 412 atkvæði í 1. – 3. sæti
4. Hildur Brynjarsdóttir með 481 atkvæði í 1. – 4. sæti
Sjá nánari sundurliðun hér.