D-listi Sjálfstæðisflokksins staðfestur í Múlaþingi

Fyrr í dag samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Múlaþingi framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Valið var í 5 efstu sæti listans í prófkjöri sem fram fór þann 12. mars sl., en í dag var kunngjört um röðun á listann í heild sinni.
Framboðslistinn er svofelldur:
1. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og varaþingmaður,
2. Ívar Karl Hafliðason, framkvæmdastjóri,
3. Guðný Lára Guðrúnardóttir, laganemi og ljósmyndari,
4. Ólafur Áki Ragnarsson, þróunarstjóri,
5. Einar Freyr Guðmundsson, formaður ungmennaráðs Múlaþings,
6. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, bókari,
7. Sigurður Gunnarsson, viðskiptafræðingur,
8. Sylvía Ösp Jónsdóttir, leiðbeinandi,
9. Claudia Trinidad Gomez Vides, verkakona,
10. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri,
11. Bjarki Sólon Daníelsson, nemi og skólaliði,
12. Davíð Þór Sigurðarson, svæðisstjóri og bóndi,
13. Kristófer Dan Stefánsson, nemi,
14. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi,
15. Guðný Margrét Hjaltadóttir, skrifstofustjóri,
16. Oddný Björk Daníelsdóttir, rekstrarstjóri,
17. Þórhallur Borgarsson, vaktstjóri,
18. Ágústa Björnsdóttir, hobbýbóndi,
19. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur,
20. Elvar Snær Kristjánsson, verktaki og formaður fræðsluráðs Múlaþings,
21. Vignir Freyr Magnússon, skólaliði,
22. Jakob Sigurðsson, bifreiðastjóri, bóndi og bæjarstjórnarfulltrúi

„Ég er afskaplega stolt af því að leiða þennan öfluga, kraftmikla og fjölbreytta framboðslista. Sveitarstjórnarmál skipta íbúa gríðarlega miklu máli og við erum bjartsýn um að íbúar sveitarfélagsins muni styðja vel við bakið á lista Sjálfstæðisflokksins og treysta okkur áfram fyrir þeirri miklu ábyrgð að leiða framþróun sveitarfélagsins. Við erum tilbúin í þá mikilvægu vinnu með samstöðu, jákvæðni og þann gríðarlega kraft sem við fundum fyrir hér í dag að leiðarljósi“ segir Berglind Harpa Svavarsdóttir oddviti listans, formaður byggðaráðs og varaþingmaður.