Tillaga kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi um framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna n.k. vor, var samþykkt einróma á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi í gær, miðvikudaginn 17. mars 2022.
Þór Sigurgeirsson, sölu- og verkefnastjóri skipar 1. sæti listans. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi er í 2. sæti, Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar er í 3. sæti, Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur er í 4. sæti og Dagbjört Oddsdóttir, lögmaður er í 5. sæti. Ásgerður Halldórsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri er í heiðurssæti listans.
Listinn í heild er svohljóðandi:
- Þór Sigurgeirsson, sölu- og verkefnastjóri
- Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi
- Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar
- Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur
- Dagbjört Oddsdóttir, lögmaður
- Hildigunnur Gunnarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Örn Viðar Skúlason, hagverkfræðingur og fjárfestingastjóri
- Grétar Dór Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
- Hannes Tryggvi Hafstein, framkvæmdastjóri
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og ráðgjafi
- Hákon Róbert Jónsson, verkefnastjóri
- Inga Þóra Pálsdóttir, háskólanemi
- Guðmundur Jón Helgason, fv. flugumsjónarmaður
- Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri