Hafrún Olgeirsdóttir nýr oddviti D-listans í Norðurþingi

Hafrún Olgeirsdóttir, lögfræðingur á Húsavík, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listi flokksins var lagður fram og samþykktur á félagsfundi flokksins í febrúar.

Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri á Húsavík, skipar annað sætið og Kristinn Jóhann Lund, húsasmiður á Húsavík, er þriðji. Á listanum er núverandi sveitarstjórnarfólk D-listans, en einnig fulltrúar E-lista samfélagsins, sem Guðbjartur Ellert Jónsson stofnaði fyrir síðustu kosningar vegna óánægju með uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins þá.

„Samstarf einstaklinga af báðum listum hefur verið farsælt á yfirstandandi kjörtímabili og því jákvætt og eðlilegt skref að Sjálfstæðisfólk sameinist á einum öflugum lista fyrir kosningarnar í maí,“ segir í fréttatilkynningu Sjálfstæðisfélaganna í Norðurþingi.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi er þannig skipaður:

1. Hafrún Olgeirsdóttir, lögfræðingur Húsavík
2. Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri Húsavík
3. Kristinn Jóhann Lund, húsasmiður Húsavík
4. Kristján Friðrik Sigurðsson, fiskeldisfræðingur Húsavík
5. Birna Ásgeirsdóttir, skrifstofumaður Húsavík
6. Arna Ýr Arnarsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri Húsavík
7. Þorsteinn Snævar Benediktsson, bruggmeistari Húsavík
8. Sigríður Þorvaldsdóttir, héraðsfulltrúi Öxarfirði
9. Hilmar Kári Þráinsson, bóndi Reykjahverfi
10. Sigurgeir Höskuldsson, matvælafræðingur Húsavík
11. Kristín Þormar Pálsdóttir, verkakona Raufarhöfn
12. Ívar Sigþórsson, verkamaður Raufarhöfn
13. Ásta Hermannsdóttir, næringarfræðingur Húsavík
14. Steinþór Friðriksson, bóndi Melrakkasléttu
15. Karolína K. Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur Húsavík
16. Bjarki Breiðfjörð, teymisstjóri Húsavík
17. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur Húsavík
18. Reynir Jónasson, fyrrverandi kaupmaður Húsavík