Áslaug Arna tilnefnd til verðlauna fyrir ungt stjórnmálafólk

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ásamt 14 öðrum ungum stjórnmálamönnum verið tilnefnd til verðlaunanna „One Young World Politician of the Year Award 2022“.

Veitt eru verðlaun til ungs stjórnmálafólks sem skarað hefur framúr á aldrinum 18-35 ára. Fólks sem notar þátttöku sína í stjórnmálum til að hafa jákvæð áhrif á annað ungt fólk í samfélaginu og hvetur annað ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum.

Fimm af 15 sem tilnefndir eru munu hljóta verðlaun og verður tilkynnt um þá aðila um miðjan mars en ársþing samtakanna fer fram í Manchester á Bretlandi dagana 5. – 8. september í haust. Þar er áætlað að um 2.000 fulltrúar mæti frá yfir 190 löndum.

Sjá nánar hér á vef samtakanna.