Ásgeir Sveinsson nýr oddviti D-listans í Mosfellsbæ

Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi og rekstarstjóri er nýr oddviti D-listans í Mosfellsbæ en hann hlaut 69% atkvæða í 1. sætið í prófkjörinu. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur skipar annað sætið listanum, Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri skipar þriðja sætið, Helga Jóhannesdóttir forstöðumaður skipar það fjórða og Hjörtur Örn Arnarson landfræðingur skipar fimmta sæti.

Listann í heild má finna hér að neðan:

1. Ásgeir Sveinsson  Bæjarfulltrúi og rekstrarstjóri 
2. Jana Katrín Knútsdóttir  Hjúkrunar- og viðskiptafræðingur
3. Rúnar Bragi Guðlaugsson  Bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
4. Helga Jóhannesdóttir  Forstöðumaður 
5. Hjörtur Örn Arnarson  Landfræðingur 
6. Arna Hagalínsdóttir  Rekstrar- og fjármálastjóri
7. Hilmar Stefánsson  Framkvæmdastjóri 
8. Brynja Hlíf Hjaltadóttir  Laganemi 
9. Helga Möller  Söngkona og fyrv. flugfreyja 
10. Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson  Flugnemi 
11. Davíð Örn Guðnason  Lögmaður 
12. Júlíana Guðmundsdóttir  Lögfræðingur 
13. Gunnar Pétur Haraldsson  Sölu- og þjónustufulltrúi
14. Kári Sigurðsson  Viðskiptastjóri 
15. Þóra Björg Ingimundardóttir  Sölu- og þjónusturáðgjafi 
16. Franklin Ernir Kristjánsson  Háskólanemi/þjónn 
17. Ragnheiður Ríkharðsdóttir  Fyrrv. bæjarstjóri og alþingismaður
18. Alfa Regína Jóhannsdóttir  Kennari
19. Davíð Ólafsson  Söngvari
20. Elín María Jónsdóttir  Húsmóðir 
21. Ari Hermann Oddsson  Múrari 
22. Bjarney Einarsdóttir  Athafnakona 

Ýmsar upplýsingar:

Kosningaskrifstofa: Kjarna, Þverholti 2

Kosningastjórar: Erla María, sími: 777-0057 og Jóhann Már, sími: 694-6773. Netfang: erla.tolgyes@gmail.com