Ný stjórn Heimdallar: Listi Gunnars Smára kjörinn

Listi Gunnars Smára Þorsteinssonar, meistaranema í lögfræði, bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í gærkvöld.

Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í kosningunni. Listi Gunnars Smára fékk 479 atkvæði, eða 63% greiddra atkvæða. Listi Birtu Karenar Tryggvadóttur og Kára Freys Kristinssonar, fékk 283 atkvæði, eða 37% greiddra atkvæða. Ógild atkvæði voru 29.

Auk Gunnars Smára voru á listanum:

 • Brynja Kristín Magnúsdóttir
 • Arent Orri Jónsson
 • Halldís Hrund Guðmundsdóttir
 • Alfreð Ari Chiarolanzio
 • Siljá Ísberg
 • Guðmundur Skarphéðinsson
 • Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir
 • Logi Stefánsson
 • Sædís Jónsdóttir
 • Daníel Hjörvar Guðmundsson
 • Anna Lára Orlowska
 • Garðar Árni Garðarsson
 • Nína Rún Óladóttir
 • Gísli Garðar Bergsson
 • Sigríður Birna Róbertsdóttir
 • Eiður Atli Axelsson
 • Margrét Björk Grétarsdóttir