Bakvarðasveit LS

Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa myndað bakvarðasveit fyrir sveitastjórnarkosningar 2022.

Markmið með myndun sveitarinnar er að nýta þá reynslu og þekkingu og þann mikla kraft sem sjálfstæðiskonur búa yfir og nýta hann til að styðja við bakið á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

„Prófkjör til sveitarstjórnarkosninga eru farin af stað. Framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar og það er fagnaðarefni að við getum nú komið saman og rætt málin. Við eigum jafnan beinna samband við kjörna fulltrúa okkar á vettvangi sveitarstjórna því þjónusta sveitarfélaganna snertir mjög daglegar athafnir okkar. Því standa þessar kosningar okkur oftar nær, eru persónulegri og við viljum eiga samtal við kjörna fulltrúa. Ég fagna því að mikill áhugi er fyrir því að bjóða sig fram, nýtt fólk í bland við kjörna fulltrúa vilja ljá flokknum krafta sína og er það vel. Það er styrkleiki að hafa úr góðum og fjölbreyttum hópi að velja.

Landssamband sjálfstæðiskvenna vill styðja við bakið á frambjóðendum enda kosningar oft á tíðum krefjandi. Í hópi sjálfstæðiskvenna er rík og djúp reynsla og kallaði Landssambandið eftir því að konur í trúnaðarhópi sjálfstæðiskvenna byðu fram krafta sína fyrir frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga ef að frambjóðendur vildu leita ráða eða ræða málin,“  segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna.

Bakvarðasveit LS skipa:
Helga Ingólfsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Ingveldur Anna Sigurðardóttir
Ásta Möller
Guðrún Hafsteinsdóttir
G. Sigríður Ágústsdóttir
Rósa Guðmundsdóttir
Sigþrúður Ármann
Heiðrún Hauksdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Diljá Mist Einarsdóttir
Erla Tryggvadóttir
Sigríður Elín Sigurðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Kristín Edwald
Elsa Valsdóttir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Sirry Hallgrímsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Hulda Pjetursdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Sigrún Edda Jónsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Rakel Óskarsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Ásthildur Sturludóttir
Gerður Antonsdóttir Ringsted
Hildur Sverrisdóttir
Nanna Kristín Tryggvadóttir
Kolbrún Ólafsdóttir
Kristin Thoroddsen
Fríða Matthíasdóttir
Jórunn Pála Jónasdóttir
Hildur Björnsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Heiða Þórðar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Ásta Stefánsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Vala Pálsdóttir

„Þessi listi er ekki tæmandi en fjöldinn sýnir vel þann kraft sem býr í flokknum,“  segir Vala.