8 taka þátt í prófkjöri í Múlaþingi

Átta frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fram fer laugardaginn 12. mars nk. Tvær konur og sex karlar eru í framboði. Meðalaldur frambjóðenda er 46 ár. Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri.

Frambjóðendur eru (í stafrófsröð):

Berglind Harpa Svavarsdóttir, 46 ára, formaður byggðaráðs og varaþingmaður, Egilsstöðum.

Einar Freyr Guðmundsson, 18 ára, formaður ungmennaráðs Múlaþings, Egilsstöðum.

Guðný Lára Guðrúnardóttir, 30 ára, laganemi og ljósmyndari, Seyðisfirði.
Ívar Karl Hafliðason, 40 ára, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum.

Jakob Sigurðsson, 62 ára, bifreiðastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði eystri.

Ólafur Áki Ragnarsson, 66 ára, þróunarstjóri, Djúpavogi.

Sigurður Gunnarsson, 52 ára, viðskiptafræðingur, Egilsstöðum.
Þórhallur Borgarsson, 56 ára, vaktstjóri, Egilsstöðum.