Sjö gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir komandi sveitastjórnarkosningar fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins. Sjö gefa kost á sér í prófkjörinu.

Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslur í Valhöll, Reykjavík, í byrjun febrúar. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslur verða birtar í næstu viku.

Frambjóðendur í stafrófsröð eru:

Heimir Snær Gylfason, framkvæmdastjóri – sjá nánar hér. Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri – sjá nánar hér.
Helgi Laxdal Helgason, sérfræðingur – sjá nánar hér. Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari – sjá nánar hér.
Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur – sjá nánar hér. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri – sjá nánar hér.
Kristinn Þór Jónasson, verkstjóri – sjá nánar hér.

 

Sjá nánar um prófkjörið í Fjarðabyggð hér.