Þorum að vera bartsýn

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Við get­um gengið til móts við nýtt ár, tek­ist á við verk­efn­in og mætt áskor­un­um með hug­ar­fari hins bjart­sýna sem skynj­ar tæki­fær­in og nýt­ir sér þau sjálf­um sér og öðrum til heilla. Eða við get­um haft allt á horn­um okk­ar, full van­trú­ar og svart­sýni – sjá­um aðeins hindr­an­ir og erfiðleika.

Kannski er ekki að furða að marg­ir eigi erfitt með að fagna nýju ári. Yfir okk­ur hell­ast frétt­ir um heims­far­ald­ur, þar sem ekki er slegið á ótta al­menn­ings held­ur alið á hon­um. Fjöl­miðlar flytja stöðugar frétt­ir um ham­fara­veður vegna lofts­lags­breyt­inga og æ fleira ungt fólk er orðið frá­hverft því að eign­ast börn vegna lofts­lagskvíða. Stríð, átök, morð og of­beldi eru dag­legt um­fjöll­un­ar­efni fjöl­miðla.

Hið af­brigðilega vek­ur óneit­an­lega meiri at­hygli en hið hefðbundna. Það sem miður fer er frétta­efni en ekki það sem geng­ur sinn vana­gang. Það vek­ur meiri áhuga fjöl­miðla ef eitt­hvað fer úr­skeiðis í heil­brigðisþjón­ustu en sú staðreynd að ís­lenskt heil­brigðis­kerfi er eitt það besta og öfl­ug­asta í heimi. Af­leiðing­in er sú að við sjá­um aðeins gall­ana en kunn­um ekki að meta styrk­leika þeirr­ar þjón­ustu sem við höf­um náð að byggja upp á síðustu ára­tug­um.

Hag­felld framtíð

Öll vit­um við að bjart­sýni eyk­ur okk­ur vellíðan og rann­sókn­ir sýna að vongleði leng­ir lífið og eyk­ur lífs­gleði og lífs­gæði. Þeir sem eru að eðlis­fari bjart­sýn­ir eru bet­ur í stakk bún­ir til að tak­ast á við erfiðleika og yf­ir­vinna veik­indi.

En bjart­sýni geng­ur ekki á hólm við raun­sæi. Trú­in á framtíðina blind­ar okk­ur ekki gagn­vart brota­löm­um í sam­fé­lags­ins – kem­ur ekki í veg fyr­ir að við átt­um okk­ur á að það sé verk að vinna til að lag­færa það sem miður fer. Svart­sýni og böl­móður koma hins veg­ar í veg fyr­ir að við tök­umst á við verk­efn­in stór og smá.

Í upp­hafi nýs árs er vert að hafa í huga að þrátt fyr­ir allt hef­ur okk­ur Íslend­ing­um tekst að byggja upp eitt mesta vel­ferðarsam­fé­lag í heimi. Verk­inu er langt í frá lokið en við get­um glaðst yfir mörgu:

Frá alda­mót­um hef­ur kaup­mátt­ur launa hækkað yfir 60% þrátt fyr­ir tölu­verða lækk­un á fyrstu ár­un­um eft­ir fall banka­kerf­is­ins. Frá árs­byrj­un 2013 hef­ur kaup­mátt­ur­inn hækkað um 44%.

Jöfnuður inn­an ríkja OECD er hvergi meiri en á Íslandi og við stönd­um nokkuð bet­ur að vígi en aðrar Norður­landaþjóðir.

Fá­tækt er hvergi minni og mun minni en í vel­ferðarríkj­um Nor­egs, Finn­lands og Svíþjóðar.

Ísland er fyr­ir­mynd­ar­hag­kerfi sam­kvæmt mati Alþjóðaefna­hags­ráðsins.

Ísland er friðsam­asta og ör­ugg­asta land heims.

Íslenska líf­eyri­s­kerfið er til fyr­ir­mynd­ar og talið það annað traust­asta í heim­in­um.

Hvergi í Evr­ópu er ung­barnadauði jafn fátíður og hér á landi.

Lífs­lík­ur Íslend­inga eru með því hæsta sem um get­ur í heim­in­um. Frá ár­inu 1988 hafa karl­ar bætt við sig rúm­lega sex árum og kon­ur rúm­lega fjór­um í meðalævi­lengd. Meðalævi­lengd karla var 81,0 ár árið 2019 og meðalævi­lengd kvenna 84,2 ár.

Tólfta árið í röð eru Íslend­ing­ar leiðandi meðal þjóða í jafn­rétt­is­mál­um sam­kvæmt skýrslu Alþjóðaefna­hags­ráðsins.

Árið 2020 var lands­fram­leiðsla á mann sú fimmta mesta í heim­in­um á Íslandi.

Þess­ar staðreynd­ir renna stoðum und­ir trúna á að framtíðin geti orðið okk­ur hag­felld. Al­veg með sama hætti og heim­ur­inn all­ur ætti frem­ur að fyll­ast bjart­sýni en böl­móði, þegar stór­kost­leg­ar fram­far­ir síðustu ára­tuga með bætt­um lífs­kjör­um eru hafðar í huga.

„Heim­ur batn­andi fer“

Árið 2014 gaf Al­menna bóka­fé­lagið út bók­ina „Heim­ur batn­andi fer“ eft­ir Matt Ridley, rit­höf­und, vís­inda­mann og fyrr­ver­andi rit­stjóra hjá tíma­rit­inu The Econom­ist. Í bók­inni geng­ur Ridley á hólm við bá­bilj­ur, dóms­dags­spár og svart­sýni. Og fær­ir um leið rök fyr­ir því að þrátt fyr­ir allt sé ástæða til að hafa trú á framtíðinni.

Ridley bend­ir á að frá ár­inu 1800 hafi mann­kyn­inu fjölgað sex­falt, en meðallífs­lík­ur meira en tvö­fald­ast og raun­tekj­ur auk­ist meira en ní­falt. Árið 2005 aflaði meðal­mann­eskj­an þre­falt meiri raun­tekna en árið 1995 og nærðist á þriðjungi fleiri hita­ein­ing­um. Barnadauði hafði minnkað um tvo þriðju og lífs­lík­ur auk­ist um þriðjung: „Ólík­legra var að hún [mann­skepn­an, innsk. óbk] dæi af völd­um stríð, morðs, barns­fæðing­ar, slyss, skýstróks, flóðs, hung­urs­neyðar, kíg­hósta, berkla, mýr­ar­köldu (malaríu), barna­veiki, út­brotatauga­veiki, tauga­veiki, misl­inga, kúa­bólu, skyr­bjúgs eða löm­un­ar­veiki. Ólík­legra var að hún veikt­ist á hvaða aldri sem var af krabba­meini, hjarta­sjúk­dómi eða heila­blóðfalli. Lík­legra var að hún væri læs og hefði lokið grunn­námi. Lík­legra var að hún ætti síma, vatns­sal­erni, ís­skáp og reiðhjól. Allt þetta átti sér stað á hálfri öld, á sama tíma og fólks­fjöld­inn í heim­in­um tvö­faldaðist rösk­lega. Í stað þess að auk­inn mann­fjöldi leiddi þannig til stöðnun­ar, fjölgaði vör­um og þjón­ustuþátt­um sem fólki stóð til boða. Hvernig sem á það er litið var þetta undra­verður ár­ang­ur.“

Ridley viður­kenn­ir að hinir ríku hafi orðið rík­ari en hinum fá­tæk­ari hafi hins veg­ar vegnað enn bet­ur: „Fá­tæk­ling­ar í þró­un­ar­ríkj­un­um juku neyslu sína tvö­falt hraðar en heim­ur­inn í heild sinni árin 1980 til 2000.“ Og þrátt fyr­ir að íbúa­fjöldi heims­ins hafi tvö­fald­ast hef­ur þeim sem lifa í sárri ör­birgð fækkað frá sjötta ára­tug síðustu ald­ar. Að mati Sam­einuðu þjóðanna dró meira úr fá­tækt síðustu 50 ár en þau 500 ár sem á und­an fóru.

Dá­sam­leg öld

Á 21. öld­inni verður hraði breyt­inga næst­um óend­an­leg­ur og Ridley spá­ir því að skipta­skipu­lagið breiðist út. Skipta­skipu­lagið er „orð Friedrichs Hayeks yfir sjálfsprottið skipu­lag sem skap­ast af sér­hæf­ingu og viðskipt­um. Hug­vitið verður sí­fellt sam­eig­in­legra, ný­sköp­un og skipu­lag spretta æ meira upp úr gras­rót­inni, vinn­an verður sí­fellt sér­hæfðari og tóm­stundaiðja sí­fellt fjöl­breytt­ari. Stór­fyr­ir­tæki, stjórn­mála­flokk­ar og stjórn­valds­skriffinnska mun hrynja og sundr­ast eins og miðstýr­ing­ar­stofn­an­ir gerðu áður.“

Ridley tek­ur fram að skipta­skipu­lagið verði hvorki án þyrna né and­spyrnu. „Nátt­úru­leg­ar og ónátt­úru­leg­ar ham­far­ir munu áfram dynja yfir. Rík­is­stjórn­ir munu bjarga stór­fyr­ir­tækj­um og stór­um stofn­un­um með sér­stök­um greiðum, svo sem niður­greiðslum eða kol­efniskvót­um, vaka yfir þeim með reglu­gerðum sem hindra komu nýrra fyr­ir­tækja á markaðinn og hægja á skap­andi tor­tím­ingu.“ En það verði erfitt að slökkva loga ný­sköp­un­ar vegna þess að hann er grasrót sem þró­ast í nettengd­um heimi.

„Heim­ur batn­andi fer“ er holl lesn­ing fyr­ir alla, ekki síst þá sem sjá glasið alltaf hálf­tómt en ekki hálf­fullt. Von­andi munu hinir svart­sýnu skilja af hverju Ridley er bjart­sýnn á framtíð mann­kyns sem haldi áfram að „breikka og auðga menn­ingu sína þrátt fyr­ir bak­slög og þrátt fyr­ir að ein­stak­ling­ar hafi sama óum­breyt­an­lega eðlis­farið“. Kannski taka þeir und­ir með Ridley að það verði dá­sam­legt að lifa á 21. öld­inni. Og að þess vegna eig­um við að þora að vera bjart­sýn.

Morgunblaðið 5. janúar 2022.