Boðað er til fundar í flokksráði Sjálfstæðisflokksins

Boðað er til fundar í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á morgun laugardaginn 27. nóvember nk. kl. 15:00.

Hægt er að kanna aðild að flokksráði á Mínum síðum (https://xd.is/minar-sidur/) og er fólk hvatt til að uppfæra upplýsingar s.s. netföng og símanúmer þar.

Á dagskrá fundarins er að taka afstöðu til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Fundurinn fer fram víða um land – fundarstaðir:

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1
  • Kópavogur, félagsheimili sjálfstæðismanna í Hlíðasmára 19
  • Garðabær, félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, Garðatorgi 7
  • Hafnarfjörður, félagsheimili sjálfstæðismanna á Norðurbakka
  • Seltjarnarnes, félagsheimili sjálfstæðismanna,  Austurströnd 3, Seltjarnarnesi
  • Hvanneyri, Hvanneyrargötu 3
  • Ísafjörður, Sjallanum, Aðalstræti 20
  • Sauðárkrókur, Sæmundargötu 7
  • Akureyri í Kaupangi
  • Egilsstaðir, félagsaðstöðu Sjálfstæðisflokksins, Miðvangi 5-7
  • Eskifjörður, Valhöll
  • Höfn, Sjálfstæðishúsinu Kirkjubraut 3
  • Hella, safnaðarheimilinu við Dynskála
  • Vestmannaeyjar, Ásgarði félagsheimili sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum
  • Selfoss, Sjálfstæðishúsið, Austurvegi 6 á þriðju hæð.
  • Hveragerði, Sjálfstæðishúsinu í Hveragerði við Mánamörk
  • Grindavík, Sjálfstæðishúsinu Víkurbraut 25
  • Reykjanesbær, Sjálfstæðishúsinu í Reykjanesbæ

Flokksráðsfulltrúum er heimilt að sækja fundinn á hverjum ofangreindra staða þó með þeim takmörkunum að hámarksfjöldi á hverjum stað er 50 manns.