Forseti í frjálsu falli

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Aðeins ári eft­ir að hafa náð kjöri sem for­seti Banda­ríkj­anna og tæp­um tíu mánuðum eft­ir að hafa tekið við embætti er Joe Biden bú­inn að missa til­trú meiri­hluta kjós­enda. Nærri tveir af hverj­um þrem­ur vilja ekki að hann sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri árið 2024. Í ný­legri könn­un sem Su­ffolk-há­skól­inn gerði fyr­ir USA Today kem­ur fram að aðeins 38% kjós­enda eru ánægð sem störf hans sem for­seta, en 59% eru óánægð. Staða vara­for­set­ans er jafn­vel enn verri. Kamala Harris hef­ur held­ur ekki náð ár­angri í hug­um Banda­ríkja­manna. Aðeins 28% eru ánægð með störf henn­ar, 51% ósátt en 21% óákveðið.

Um fjór­ir af hverj­um tíu sem lögðu Biden lið í kosn­ing­un­um fyr­ir ári vona að hann bjóði sig ekki fram að nýju. Í áður­nefndri könn­un segj­ast 44% óháðra kjós­enda hafa orðið fyr­ir von­brigðum með for­set­ann en aðeins 6% sögðu hann hafa staðið und­ir vænt­ing­um. For­set­inn er í frjálsu póli­tísku falli.

Þótt enn séu þrjú ár til næstu for­seta­kosn­inga eru demó­krat­ar farn­ir að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur. Nær úti­lokað er að Joe Biden verði aft­ur í kjöri, ekki aðeins vegna þess hve illa hann hef­ur haldið á mál­um inn­an­lands og utan, held­ur ekki síður vegna and­legr­ar og lík­am­legr­ar heilsu, sem virðist hraka hratt. Stjarna vara­for­set­ans hef­ur hrapað og því ólík­legt að Kamala Harris hafi póli­tíska burði og hæfi­leika til að leiða demó­krata til sig­urs 2024.

For­seti glataðra tæki­færa

Áhyggj­ur demó­krata minnkuðu ekki í liðinni viku. Glenn Young­kin, fram­bjóðandi re­públi­kana, var kjör­inn rík­is­stjóri Virg­in­íu, þvert á spár. Í for­seta­kosn­ing­un­um á síðasta ári hafði Biden yf­ir­burði yfir Don­ald Trump í Virg­in­íu – hlaut liðlega 54% at­kvæða.

Niðurstaða rík­is­stjóra­kosn­inga í New Jers­ey var lítið betri fyr­ir demó­krata. Biden hafði um 16% for­skot á Trump fyr­ir ári. Nú náði sitj­andi rík­is­stjóri demó­krata rétt að merja sig­ur á fram­bjóðanda re­públi­kana og þing­for­seti öld­unga­deild­ar rík­isþings­ins úr röðum demó­krata var felld­ur. Edw­ard Durr, 58 ára gam­all vöru­flutn­inga­bíl­stjóri og fram­bjóðandi re­públi­kana, hafði þing­for­set­ann und­ir. Kosn­inga­sjóður Durrs hefði ekki dugað fyr­ir nokkr­um miðum á fjár­öfl­un­ar­kvöld demó­krata. Hann sneið sér stakk eft­ir vexti og gerði eig­in kosn­inga­mynd­bönd á farsíma.

Áhrifa­menn inn­an Demó­krata­flokks­ins líkja úr­slit­un­um í Virg­in­íu og New Jers­ey við ham­far­ir – flóðbylgju. Þeir ótt­ast að flokk­ur­inn missi meiri­hluta í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings í nóv­em­ber á kom­andi ári og hugs­an­lega einnig í öld­unga­deild­inni. Ger­ist það verður veik­b­urða for­seti enn veik­ari og for­setatíðar hans verður minnst sem ára glataðra tæki­færa.

Frétta­ritið Politico held­ur því fram að re­públi­kan­ar gætu varla verið bet­ur í stakk bún­ir til að end­ur­heimta a.m.k. meiri­hluta full­trúa­deild­ar­inn­ar. Flest sé að leggj­ast með þeim; vax­andi óánægja með for­set­ann og upp­stokk­un mik­il­vægra kjör­dæma.

Poll­ró­leg­ur á hliðarlín­unni

Á hliðarlín­unni bíður Don­ald Trump og sýn­ist poll­ró­leg­ur. Fari kosn­ing­arn­ar á næsta ári vel fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn eru all­ar lík­ur á því að hann muni gefa kost ár sér sem fram­bjóðandi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2024. Þá verður hann 78 ára gam­all (Biden verður 79 ára 20. nóv­em­ber næst­kom­andi).

Þrátt fyr­ir allt sem á und­an er gengið er staða Trumps sterk inn­an flokks­ins og fáir til­bún­ir til að etja kappi við hann í for­kosn­ing­um. Re­públi­kön­um hef­ur ekki tek­ist að finna arf­taka Reag­ans og Jacks Kemps – íhalds­manna með hið meyra, blæðandi hjarta. Trump er and­stæða alls þess sem þeir tveir stóðu fyr­ir.

Jack Kemp var maður dreng­lynd­is og sá mögu­lega banda­menn í póli­tísk­um and­stæðing­um til að vinna að hags­mun­um al­menn­ings. Reag­an og Kemp sýndu hvernig hægt var með bjart­sýni á efna­hags­lega framtíð að ná eyr­um og stuðningi kjós­enda sem áður höfðu fylgt demó­kröt­um að mál­um – allt frá verka­mönn­um til minni­hluta­hópa, frá fá­tæk­um fjöl­skyld­um stór­borg­anna til millistétt­ar­inn­ar. Draum­ur­inn var að rífa fjöl­skyld­ur úr fá­tækt­ar­gildr­um stór­borg­anna með því að tryggja ódýrt hús­næði þar sem fé­lags­leg­ar íbúðir væru und­ir stjórn íbú­anna sjálfra og að þeir ættu mögu­leika á að eign­ast hús­næðið. Fyr­ir nokkr­um árum lýsti ég Jack Kemp sem „góða hirðinum“ sem var óþreyt­andi að minna flokks­systkini sín á skyld­ur þeirra að vinna að al­manna­heill og huga sér­stak­lega að minni­hluta­hóp­um, lág­launa­fólki og þeim sem orðið hafa und­ir í lífs­bar­átt­unni. Hann taldi að hver og einn hefði skyld­ur gagn­vart ná­ung­an­um. Hið meyra, blæðandi hjarta hef­ur aldrei slegið í brjósti Trumps.

Biden ryður braut­ina fyr­ir Trump

Það væri gráglettni ör­lag­anna ef Joe Biden, með dap­urri frammistöðu sem for­seti, verður til þess að ryðja braut­ina að nýju fyr­ir Don­ald Trump að Hvíta hús­inu. Trump var ell­efti for­seti Banda­ríkj­anna sem ekki náði end­ur­kjöri en hann gæti skrifað nýj­an kafla í stjórn­mála­sög­una og end­ur­tekið það sem aðeins ein­um hef­ur tek­ist áður: Grover Cleve­land var kjör­inn 22. for­seti Banda­ríkj­anna 1884 en laut í lægra haldi fjór­um árum síðar fyr­ir Benjam­in Harri­son. En Cleve­land sneri aft­ur í Hvíta húsið eft­ir kosn­ing­ar 1892. Hann er eini for­set­inn sem hef­ur end­ur­heimt for­seta­embættið eft­ir „póli­tíska út­legð“.

Mikið vatn á eft­ir að renna til sjáv­ar áður en gengið verður að kjör­borði í for­seta­kosn­ing­um. En und­ir­straum­arn­ir eru hag­stæðir fyr­ir Trump. Sag­an frá 1892 gæti end­ur­tekið sig og þá hlýt­ur Trump að senda mann­in­um sem felldi hann úr stóli for­seta fyr­ir réttu ári sér­stakt þakk­ar­skeyti fyr­ir að gera hon­um kleift að vinna póli­tískt af­rek sem talið var úti­lokað að end­ur­taka. En að óbreyttu mun sag­an ekki minn­ast Bidens eða Trumps sem for­seta sam­ein­ing­ar og inn­blást­urs, held­ur sundr­ung­ar og sund­ur­lynd­is, – hvors með sín­um hætti. Banda­rík­in eiga betra skilið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 2021.