Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur með 16 þingmenn kjörna
'}}

Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 24,4% atkvæða eða 16 þingmenn kjörna til setu á Alþingi, þar af 1. þingmenn í fjórum kjördæmum af sex. 9 karlar og 7 konur sitja í þingflokki Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk flokkurinn 20,9% atkvæða og tvo þingmenn kjörna, en alls voru talin 35.728 atkvæði í kjördæminu  og kjörsókn 78,8%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eru; Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður fékk flokkurinn 22,8% atkvæða og þrjá þingmenn kjörna, en alls voru talin 36.201 atkvæði í kjördæminu  og kjörsókna 79,2%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður eru; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Birgir Ármannsson.

Í Norðvesturkjördæmi fékk flokkurinn 22,5% atkvæða og tvo þingmenn kjörna, en alls voru talin 17.666 atkvæði í kjördæminu og kjörsókn 82%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmii eru; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Haraldur Benediktsson.

Í Norðausturkjördæmi fékk flokkurinn 18,5% atkvæða og tvo þingmenn kjörna, en alls voru talin 24.180 atkvæði í kjördæminu og kjörsókn 80,9%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi eru; Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.

Í Suðurkjördæmi fékk flokkurinn 24,6% atkvæða og þrjá þingmenn kjörna, en alls voru talin 30.381 atkvæði í kjördæminu og kjörsókn 79,1%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eru; Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. Endurtalning fer fram í Suðurkjördæmi í kvöld kl. 19:00.

Í Suðvesturkjördæmi fékk flokkurinn 30,2% atkvæða og fjóra þingmenn kjörna, en alls voru talin 59.820 atkvæði í kjördæminu og kjörsókn 81,1%.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru; Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason.