Gegn glundroða

Arnar Þór Jónsson frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Áhersl­ur sjálf­stæðismanna í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 25. sept­em­ber nk. miða að verðugum mark­miðum til að efla og vernda hag lands­manna:

lækka skatta, hækka skatt­leys­is­mörk – bæta lífs­kjör al­menn­ings

tryggja at­vinnu­ör­yggi, hag­vöxt og lágt vaxta­stig – treysta grunn far­sæll­ar framþró­un­ar

koma í veg fyr­ir vinstri stjórn með til­heyr­andi glundroða – tryggja sam­heldni og stöðug­leika í stjórn lands­ins

tryggja vald­dreif­ingu og heil­brigða lýðræðis­lega stjórn­ar­hætti

stuðla að verðmæta­sköp­un sem eyk­ur mátt til að styðja þá sem standa höll­um fæti – fjár­mun­ir til sam­fé­lags­legra verk­efna vaxa ekki á trján­um

bæta sam­göng­ur bæði inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins og á lands­byggðinni – af­stýra um­ferðartepp­um sem auka meng­un og sóa tíma fólks

út­rýma biðlist­um í heil­brigðis­kerf­inu

að Íslend­ing­ar verði leiðandi í orku­skipt­um úr olíu yfir í græna orku – hita­veit­ur og stuðning­ur við aðrar þjóðir á sviði jarðhita­nýt­ing­ar er stór og mik­il­væg­ur skerf­ur Íslend­inga í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vanda

efla mennt­un, sér­stak­lega grund­vallar­færni í lestri, skrift, reikn­ingi, ásamt þekk­ingu á um­hverfi okk­ar og nátt­úru – hlynna að upp­vax­andi kyn­slóð

treysta gagn­kvæma virðingu og til­lits­semi í sam­skipt­um

vinna gegn brott­falli ung­menna úr skóla­kerf­inu og tryggja aðgengi að holl­um og góðum mat á sann­gjörnu verði í skól­um lands­ins

að leggja rækt við menn­ing­ar­arf þjóðar­inn­ar og örva hæfi­leika­ríkt lista­fólk okk­ar til dáða í blóm­legu menn­ing­ar­lífi heima og úti um heim

bæta óskil­virk stjórn­kerfi, efla þjón­ustu­vilja, stytta boðleiðir og mæla fyr­ir um skýra ábyrgð þeirra sem fara með ákvörðun­ar­vald hjá ríki, sveit­ar­fé­lög­um og stofn­un­um

taka öfl­ug­an þátt í alþjóðasam­starfi og verja þar í hví­vetna hags­muni Íslands

bregðast skyn­sam­lega við vand­mál­um flótta­manna, styðja þá eft­ir getu á heima­slóðum og auðvelda aðlög­un þeirra sem hingað til lands koma.

tryggja reynslu og þekk­ingu eldri borg­ara, „gráa gulls­ins“, greiðan far­veg út í þjóðfé­lagið, með rétt­an hlut, bætt­an hag og aukna vellíðan þeirra í huga, að farið sé vel og vit­ur­lega með skatt­fé borg­ar­anna

að tryggja á all­an hátt framtíðar­stöðu Íslend­inga sem framúrsk­ar­andi vel­meg­un­arþjóðar

Löng reynsla hef­ur sýnt og sannað, kyn­slóð eft­ir kyn­slóð, að Sjálf­stæðis­flokkn­um er best treyst­andi til að tryggja stöðug­leika og víðtæka vel­meg­un þjóðar­inn­ar. Nái Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki góðri kosn­ingu nú aukast tví­mæla­laust lík­ur á langvar­andi stjórn­ar­kreppu og sund­ur­lausu stjórn­ar­fari.

Af­stýr­um glundroða – tryggj­um þjóðinni póli­tísk­an og efna­hags­leg­an stöðug­leika: Setj­um X við D.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. september 2021.