Efnahagslegur stöðugleiki í húfi

Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Það er um­hugs­un­ar­efni hve efna­hags­mál hafa fengið litla at­hygli í kosn­inga­bar­átt­unni. Auðvitað hef­ur þar áhrif að okk­ur hef­ur gengið vel að glíma við efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins.

Efna­hags­lífið varð fyr­ir miklu höggi en áhrif­in voru milduð eins og kost­ur var og búið svo um hnút­ana að viðspyrna næðist aft­ur sem fyrst. Allt bend­ir til að það sé að tak­ast. Þvert á ýms­ar spár hef­ur kaup­mátt­ur auk­ist, at­vinnu­leysi minnkað hratt og hag­vöxt­ur hef­ur tekið við sér. Já­kvæð þróun sést því víða og góðar for­send­ur fyr­ir batn­andi hag bæði heim­ila og fyr­ir­tækja.

Já­kvæð merki en viðkvæm staða

Staðan er hins veg­ar viðkvæm. Rík­is­sjóður kem­ur mjög skuld­sett­ur út úr krepp­unni. Sú staða þýðir að við verðum að nálg­ast efna­hags­mál­in af sér­stakri var­færni.

Marg­ir gera ráð fyr­ir að við mun­um „vaxa út úr vand­an­um“. Það er gott svo langt sem það nær. For­senda þess að efna­hags­lífið nái sér á strik, að unnt verði að greiða niður skuld­ir og bæta þjón­ustu hins op­in­bera, er auðvitað kröft­ug­ur hag­vöxt­ur, auk­in verðmæta­sköp­un og aukn­ing út­flutn­ingstekna. Ef þetta er ekki í lagi er auðvitað tómt mál að tala um að „vaxa út úr vand­an­um“ og öll stóru og dýru kosn­ingalof­orðin verða inni­stæðulaus.

Árang­ur­inn er nefni­lega ekki sjálf­gef­inn. At­vinnu­lífið er sem bet­ur fer öfl­ugt þrátt fyr­ir tíma­bundna erfiðleika. Það mun hins veg­ar ekki standa und­ir áfram­hald­andi lífs­kjara­bata nema réttu skil­yrðin séu fyr­ir hendi. Þess vegna höf­um við sjálf­stæðis­menn lagt áherslu á að draga úr skatt­heimtu og reglu­byrði til að auka svig­rúm at­vinnu­lífs­ins. Af sömu ástæðu höf­um við lagt áherslu á ábyrga rík­is­fjár­mála­stefnu því hún ræður miklu um hinar efna­hags­legu for­send­ur. Þá höf­um við líka lagt áherslu á stöðug­leika við stjórn lands­ins enda sýn­ir reynsl­an að póli­tísk­ur óró­leiki hjálp­ar eng­um, hvorki á efna­hags­sviðinu né á öðrum sviðum þjóðlífs­ins.

Skuld­setn­ing og skatta­hækk­an­ir leysa eng­an vanda

Um leið hljót­um við að vara við hug­mynd­um um stór­fellda aukn­ingu rík­is­út­gjalda. Það að keyra upp út­gjöld­in með óá­byrgri skuld­setn­ingu get­ur ekki endað nema á einn veg. Við vör­um jafn­framt við hug­mynd­um um skatta­hækk­an­ir á fólk og fyr­ir­tæki, sem alltaf eru til þess falln­ar að draga úr slag­krafti efna­hags­lífs­ins. Við höfn­um líka hug­mynd­um um að stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn séu best til þess falln­ir að ákveða í smá­atriðum hvernig fyr­ir­tæk­in eigi að haga starf­semi sinni, áhersl­um og fjár­fest­ing­um, um­fram það að fylgja lög­um og al­menn­um leik­regl­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur eða vinstri glundroði

Á þessu sviði er skýr mun­ur á hug­mynd­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og vinstri flokk­anna. Mun­ur­inn er líka skýr þegar kem­ur að viðhorf­inu til póli­tísks og stjórn­ar­fars­legs stöðug­leika. Það skipt­ir miklu í sam­bandi við hug­mynd­ir manna um stjórn­ar­mynd­un að kosn­ing­um lokn­um. Eins og kosn­inga­bar­átt­an hef­ur þró­ast blas­ir við að í þeim efn­um eru bara tveir raun­veru­leg­ir kost­ir í boði; ann­ars veg­ar þriggja flokka rík­is­stjórn þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er kjöl­fest­an og hins veg­ar fjög­urra til sex flokka vinstri stjórn. Ég læt les­end­um eft­ir að meta hvort slíkt stjórn­ar­mynst­ur sé lík­legt til að stuðla að póli­tísk­um og efn­hags­leg­um stöðug­leika.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2021.