Meðalvegurinn vandrataði

Arnar Þór Jónsson frambjóðandi í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Eft­ir nokkra daga verður gengið til kosn­inga þar sem stjórn­mála­flokk­arn­ir leggja verk sín og framtíðaráætlan­ir í dóm kjós­enda. Rétt­ur okk­ar til að kjósa og til að gefa kost á okk­ur til starfa í þágu sam­fé­lags­ins hvíl­ir á grunni hug­sjóna vest­rænn­ar stjórn­skip­un­ar um rétt­ar­ríki, lýðræði og frjáls­lyndi, auk sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ar manna og þjóða. Á tylli­dög­um er oft vísað til þess­ara orða, kannski án þess að við gef­um inn­taki þeirra nægi­leg­an gaum.

Hug­sjón­in um rétt­ar­ríki fel­ur í sér að hand­haf­ar rík­is­valds séu bundn­ir af lög­um, ekki síður en al­menn­ir borg­ar­ar. All­ir séu jafn­ir fyr­ir lög­un­um og eng­inn yfir þau haf­inn. Lýðræðið skap­ar ramma utan um stjórn­mál­in og ger­ir okk­ur kleift að velja fólk til for­yst­u­starfa. Með stjórn­ar­skrá, mann­rétt­inda­sátt­mál­um og al­menn­um lög­um er leit­ast við að verja frelsi og rétt­indi borg­ar­anna.

Sam­an­dregið miðar þetta allt að einu marki, þ.e. jafn­væg­is­still­ingu og vald­dreif­ingu, þannig að komið sé í veg fyr­ir mis­beit­ingu valds. Í þessu felst einnig að sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ur­inn má eng­um skerðing­um sæta nema að und­an­geng­inni vandaðri lýðræðis­legri umræðu og laga­setn­ingu sem stenst kröf­ur rétt­ar­rík­is­ins um fyr­ir­sjá­an­leika, tempraða vald­beit­ingu og mann­rétt­indi borg­ar­anna.

Þegar þetta er ritað höf­um við um nokk­urra miss­era skeið farið nærri vara­söm­um mörk­um ann­ars kon­ar stjórn­ar­fars. Sú spurn­ing er áleit­in hvort kór­ónu­veir­an og viðbrögð við henni séu mögu­lega til marks um að rétt­ar­ríkið og lýðræðið standi veik­ar en við höfðum áður talið. Ólýðræðis­lega vald­ir sér­fræðing­ar hafa fengið hald á valdataum­un­um á for­send­um neyðarrétt­ar, með þeim af­leiðing­um að Alþingi hef­ur verið gert nán­ast óvirkt. Dag­legu lífi lands­manna hef­ur verið stjórnað „í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is“ með regl­um sett­um án al­mennr­ar umræðu, en ekki með lög­um sem eru stöðug, fyr­ir­sjá­an­leg, vand­lega rædd og ígrunduð. Þetta þýðir að við höf­um í reynd búið við nýja teg­und stjórn­ar­fars, sem helst má kenna við fá­menn­is­stjórn og tækni­veldi.

Stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins heim­il­ar ekki slíka umpól­un og eng­ar ytri aðstæður eru hér uppi sem heim­ila að slíkt ólýðræðis­legt stjórn­ar­far sé inn­leitt umræðulaust eða and­mæla­laust. Stjórn­völd stóðu vissu­lega frammi fyr­ir mik­illi óvissu á fyrri stig­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, en vand­séð er að slík óvissa eða hætta sé enn uppi að gera eigi sótt­varn­aráðstaf­an­ir miðlæg­ar við stjórn lands­ins. Af hálfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar hef­ur eng­in gagn­rýni, ekk­ert viðnám verið veitt. Með vís­an til alls framan­ritaðs ber að árétta fyrri ábend­ing­ar mín­ar um nauðsyn þess að ákv­arðanir heil­brigðisráðherra um sótt­varn­aráðstaf­an­ir komi til umræðu og end­ur­skoðunar hjá Alþingi við fyrsta tæki­færi.

Mik­il­vægi þessa mál­efn­is, þ.e. hvernig lýðræðis­leg­ir stjórn­ar­hætt­ir kalla á aðgæslu og aðkomu Alþing­is, líka þegar óvænt­ar al­var­leg­ar aðstæður skap­ast, er svo af­ger­andi að kraft­mik­il umræða verður að eiga sér stað, svo læra megi af hinni ný­fengnu reynslu. Umræða sem varp­ar ljósi á viðfangs­efnið, rist­ir djúpt og víkk­ar sjón­ar­hornið, en þreng­ir það ekki. Hér þarf m.ö.o. að kalla eft­ir sjón­ar­miðum og gagn­rýni úr sem flest­um átt­um í anda lýðræðis og hófstillts stjórn­ar­fars. Þögn má ekki um­lykja svo mik­il­vægt mál. Hvar eru nú stjórn­spek­ing­arn­ir í há­skól­un­um? Hvers vegna heyr­ast ekki radd­ir fleiri lækna og heil­brigðis­starfs­fólks? Hvers vegna hafa fjöl­miðlar ekki veitt aðhald?

Hug­sjón­ir vest­rænn­ar stjórn­skip­un­ar um rétt­ar­ríki, lýðræði og virðingu fyr­ir borg­ara­legu frelsi kunna að virðast fjar­læg­ar og úr tengsl­um við dag­legt líf. Þær gegna engu að síður mik­il­vægu hlut­verki sem leiðar­stjörn­ur fyr­ir stjórn­mál­in, laga­setn­ing­una og þá mörk­un stefnu í lyk­il­mál­um þjóðar­inn­ar sem kjörn­um full­trú­um fólks­ins, stjórn­mála­mönn­um, er ætlað að ann­ast. Við meg­um því ekki láta ótta byrgja okk­ur sýn, held­ur láta okk­ur lær­ast að geta gert tvennt í senn: Ráða fram úr óvænt­um vanda­mál­um án þess að vega að lýðræðis­leg­um stjórn­ar­hátt­um. Jafn­vel um hánótt get­um við með heiðskírri sýn staðsett okk­ur og markað stefnu út frá stjörnu­himn­in­um. Nái ég kjöri á Alþingi mun ég leit­ast við að vera einn slíkra vöku­manna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. september 2021.