Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, fjallar um heilbrigðiskerfið á opnum hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 15. september kl. 12.
Fundinum verður streymt beint á xd.is.
Auk Bjarna mun Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi alþingismaður og háskólarektor, fjalla um uppstokkun á lífeyriskerfinu.
Súpa verður seld á sanngjörnu verði. Allir velkomnir