Sjálfstæðisstefnan er byggðastefna

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Grund­vall­ar­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins er að frum­kvæði ein­stak­lings­ins skili sér í að hver og einn fái notið ár­ang­urs erfiðis síns sam­fara ábyrgð eig­in at­hafna. Það bygg­ist á þeirri trú að kraft­ur ein­stak­lings og frum­kvæði hans byggi upp þjóðfé­lagið. Við telj­um að öfl­ugt og fjöl­breytt at­vinnu­líf sé for­senda fram­fara og und­ir­staða vel­ferðar. Stjórn­valda sé að skapa heil­brigt og hvetj­andi um­hverfi fyr­ir at­vinnu­lífið svo að nýta megi þessa krafta ein­stak­lings­ins til fulls.

Eitt meg­in­stef sjálf­stæðis­stefn­unn­ar er að tryggja sem flest­um í ís­lensku sam­fé­lagi jöfn tæki­færi. En það er ekki krafa um jafna út­komu eða að all­ir séu steypt­ir í sama mót, held­ur að skapa sam­fé­lag sem veit­ir flest­um tæki­færi til þess að njóta hæfi­leika sinna á hvern þann heil­brigða hátt sem þeir kjósa.

Báknið dreg­ur fjár­magn suður og þrótt­inn úr lands­byggðinni

Byggðastefna snýst ekki um ölm­usu, held­ur um sann­girni, jafn­ræði og sömu tæki­færi. Íbúar dreifðari byggða skyldu njóta sömu tæki­færa, sömu grunn­gerðar og sama stoðkerf­is og þeir sem búa í marg­menni höfuðborg­ar­inn­ar.

Við sjálf­stæðis­menn vilj­um verj­ast æ meiri rík­is­um­svif­um, miðstýr­ingu og sí­felldri fjölg­un op­in­berra starfs­manna. Báknið dreg­ur fjár­magn suður og þrótt úr lands­byggðinni. Þar vilja stjórn­lynd­ir leyfa at­vinnu­líf­inu fátt, banna margt og skipu­lags­binda sem flest – allt skyldi vera háð leyfi ein­hverra hæg­gengra stofn­ana syðra. Það að setja vexti rík­is­valds­ins skorður og leyfa at­vinnu­fyr­ir­tækj­un­um að njóta ávaxta erfiðis síns í heima­byggð er mik­il­vægt byggðamál.

Stöðug­leiki at­vinnu­lífs­ins er byggðamál

Stöðugt rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækj­anna í land­inu er annað gríðarlega mik­il­vægt byggðamál. Sjálf­stæðis­menn hafa lagt áherslu á að tryggja at­vinnu­líf­inu stöðug­leika. Ein­ung­is þannig blómstra fyr­ir­tæk­in og skila því til sam­fé­lags­ins sem við von­umst til af þeim.

Þetta á ekki síst við um fram­leiðslu­grein­ar land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs, sem eru hvað sterk­ast­ar á lands­byggðinni. Sjáv­ar- og eldisaf­urðir eru til að mynda þriðjung­ur út­flutn­ingstekna þjóðarbús­ins. Efna­hags­leg hag­sæld mun áfram byggj­ast á vexti út­flutn­ings­greina. Það er ein­fald­lega mik­il­vægt byggðamál að gjald­heimta í sjáv­ar­út­vegi sem er í dag­legri sam­keppni við er­lend­an rík­is­styrkt­an sjáv­ar­út­veg dragi ekki úr sam­keppn­is­hæfni á alþjóðamarkaði og fjár­fest­ingu í grein­inni.

Annað dæmi: Að mati Byggðastofn­un­ar má að jafnaði rekja um 81 pró­sent at­vinnu­tekna í fisk­eldi til tekna á lands­byggðinni. Þessi drif­kraft­ur at­vinnu­sköp­un­ar og byggðafestu er hvað mest­ur á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur því sett fram þá sann­gjörnu kröfu að skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlut­deild sveit­ar­fé­laga í tekj­um af grein­inni.

Öflugri grunnþjón­ustu um allt land

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur áherslu á mik­il­vægi frels­is til vals um bú­setu. Það bygg­ist á að með öfl­ugri grunnþjón­ustu, ör­uggu og nægu raf­magni, öfl­ug­um fjar­skipt­um og góðum sam­göng­um, skap­ist tæki­færi fyr­ir dreif­býli og þétt­býli til auk­inna lífs­gæða.

Greiðar og ör­ugg­ar sam­göng­ur eru mik­il­væg und­ir­staða at­vinnu­lífs og styrkja sam­keppn­is­hæfni byggðarlaga lands­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur einnig sett í for­gang upp­bygg­ingu nú­tíma­legra, greiðra og ör­uggra sam­gangna um allt land – upp­bygg­ing öfl­ugri innviða með val­kosti og fjöl­breytni að leiðarljósi. Leggja verður aukna áherslu á upp­bygg­ingu stofn- og tengi­vega um land allt og öfl­uga vetr­arþjón­ustu. Móta verður lang­tíma­áætl­un um gerð jarðganga, styrk­ingu ferju­leiða og viðhald flug­valla og upp­bygg­ingu vara­flug­valla á lands­byggðinni.

Fjar­skiptainnviðir til byggðafestu

Sjálf­stæðis­menn telja upp­bygg­ingu fjar­skiptainnviða út um landið vera eitt mik­il­væg­asta byggðamálið. Það er ekki bara mik­il­vægt hags­muna­mál fyr­ir at­vinnu­lífið í heild sinni held­ur í raun for­senda fyr­ir raun­veru­legu val­frelsi ein­stak­linga um bú­setu.

Ljós­leiðara­væðing, und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði grunn­inn að jafn­ari skil­yrðum til bú­setu og styrkti sam­keppn­is­stöðu at­vinnu­lífs­ins. Upp­bygg­ing ljós­leiðara­kerfa á þétt­býl­is­stöðum er nauðsyn­legt for­gangs­verk­efni sem og frek­ari áætlan­ir um lagn­ingu gagnasæ­strengja milli Íslands og um­heims­ins.

Að sama skapi er raf­orku­ör­yggi mik­il­vægt byggðafestu­mál. Stjórn­völd verða að tryggja af­hend­ingarör­yggi raf­orku um land allt og ryðja þannig braut að grænni iðnupp­bygg­ingu og orku­skipt­um. Jöfn­un dreifi­kostnaðar raf­orku hef­ur verið tryggð og ætti að vera var­an­legt mark­mið.

Með ábyrgð ein­stak­lings­ins og trú á fólkið í land­inu, frelsi þess og fram­fara­hug byggj­um við sam­an sterk­ari og blóm­legri byggðir. Þannig verður Ísland land tæki­fær­anna fyr­ir alla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 10. september 2021.