Útilokunarstefnan

Kjartan Magnússon, frambjóðandi í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Verði úr­slit kosn­ing­anna 25. sept­em­ber í sam­ræmi við skoðanakann­an­ir, verða níu flokk­ar á Alþingi næstu fjög­ur árin. Stjórn­ar­mynd­un gæti reynst erfið og hætta er á að niðurstaðan yrði vinstri stjórn 5-6 smá­flokka. Slík stjórn yrði hvorki traust né vel starf­hæf.

Flest­ir vita að stöðug­leiki í stjórn­mál­um er mik­il­væg­ur. Bit­ur reynsla margra þjóða sýn­ir að eft­ir því sem þing­flokk­um fjölg­ar dreg­ur úr stöðug­leika í stjórn­mál­um en lík­urn­ar aukast á sundr­ungu og upp­lausn. Fáir vilja von­andi að Íslend­ing­ar taki sér ít­ölsk stjórn­mál til fyr­ir­mynd­ar þar sem 66 rík­is­stjórn­ir hafa setið sl. 76 ár. Hver rík­is­stjórn hef­ur því aðeins setið í 14 mánuði að meðaltali. Ástandið hef­ur vissu­lega verið mun betra á Íslandi en upp­hlaup í stjórn­mál­um hafa samt verið tíðari hér en í þeim lönd­um, sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Hér hafa rík­is­stjórn­ir stund­um hrökklast frá þegar þjóðin þurfti mest á því að halda að þær héldu sam­an.

Eitt helsta hlut­verk alþing­is­manna er að mynda rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um. Æskilegt er að sú stjórn sé svo vel starf­hæf að hún geti án vand­ræða tekið af­stöðu til viðfangs­efna og álita­mála jafn­h­arðan og þau ber að hönd­um. Stjórn­in þarf einnig að vera svo traust að hún haldi út heilt kjör­tíma­bil án telj­andi vand­ræða eða upp­hlaupa.

Stjórn­mála­kerfi sam­steypu­stjórna eins og hið ís­lenska ger­ir mun rík­ari kröf­ur til sam­starfsþroska stjórn­mála­manna en tveggja til þriggja flokka kerfi. Til að gegna því meg­in­hlut­verk sínu að skipa land­inu trausta og starf­hæfa rík­is­stjórn þurfa flokk­arn­ir að slá af ýtr­ustu stefnu­mál­um sín­um og semja um þau við sam­starfs­flokka sína. Skilj­an­legt er að þing­menn vilji helst vinna með þeim flokk­um í rík­is­stjórn, sem standa þeim næst í mál­efn­um. Við stjórn­ar­mynd­un er þó ekki síður mik­il­vægt að hafa það mark­mið að leiðarljósi að stjórn­in verði stöðug og far­sæl.

Traust rík­is­stjórn

Það kom mörg­um á óvart þegar nú­ver­andi rík­is­stjórn var mynduð og ýms­ir spáðu henni ekki lang­lífi. Raun­in varð önn­ur. Rík­is­stjórn­in hef­ur unnið vel sam­an allt kjör­tíma­bilið og greini­legt er að mikið traust er á milli for­ystu­manna henn­ar. Á kjör­tíma­bil­inu virðist aldrei hafa komið upp sú staða að sam­starfið væri í hættu og allra síst þegar stjórn­in stóð frammi fyr­ir erfiðum ákvörðunum, t.d. vegna sótt­varna og í efna­hags­mál­um.

Eft­ir því sem þing­flokk­um fjölg­ar reyn­ir meira á sam­starfs­hæfni alþing­is­manna þegar kem­ur að mynd­un rík­is­stjórn­ar sem og varðandi þing­störf­in al­mennt. Ljóst er að al­menn­ing­ur ger­ir skýra kröfu til stjórn­mála­manna að þeir standi und­ir því hlut­verki sínu að mynda trausta og starf­hæfa rík­is­stjórn.

Við þess­ar aðstæður bregður svo við að fram koma yf­ir­lýs­ing­ar frá for­ystu­mönn­um Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að þeir úti­loki fyr­ir fram sam­starf við suma aðra flokka í rík­is­stjórn, þar á meðal Sjálf­stæðis­flokk­inn, þann flokk sem nýt­ur mests stuðnings.

Ljóst er að slík úti­lok­un­ar­stefna mun gera stjórn­ar­mynd­un að lokn­um kosn­ing­um enn tor­veld­ari en ella. En hún lýs­ir einnig nei­kvæðu viðhorfi, ákveðnu of­stæki og skiln­ings­leysi á mik­il­vægi þess að all­ir þing­menn þurfi að geta unnið sam­an, óháð því úr hvaða flokki þeir koma.

Ekki er sjálfsagt að við Íslend­ing­ar njót­um enda­lausr­ar vel­gengni. Við þekkj­um að djúp kreppa get­ur komið í kjöl­far mik­ils góðæris. Þjóðin þarf þroskaða og vel­viljaða stjórn­mála­menn, sem geta snúið bök­um sam­an í þágu þjóðar­inn­ar og sent sund­ur­lynd­is­fjand­ann á sex­tugt dýpi þegar á þarf að halda.

Kjós­um sam­stöðu í stað sundr­ung­ar

Leiðin til far­sæld­ar í stjórn­mál­um er ekki sú að stjórn­mála­flokk­arn­ir kepp­ist við að úti­loka fyr­ir­fram sam­starf hver við ann­an. Kjós­end­ur ættu ekki að styðja flokka sem boða slíka úti­lok­un­ar­stefnu.

At­kvæði greitt Sjálf­stæðis­flokkn­um eyk­ur lík­ur á að hægt verði að mynda trausta meiri­hluta­stjórn tveggja eða þriggja flokka að lokn­um kosn­ing­um. Í slíku stjórn­ar­sam­starfi mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn beita sér fyr­ir áfram­hald­andi stöðug­leika í efna­hags­mál­um og sókn í at­vinnu­mál­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. september 2021.