Heimsækja eitt hundrað fyrirtæki í dag

Hringferð Sjálfstæðisflokksins hófst í morgun, en frambjóðendur flokksins munu heimsækja yfir eitt hundrað vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Á morgun verður haldið út á land. Frambjóðendur munu heimsækja alls um 70 svæði á landsbyggðinni á næstu dögum. Um er ræða áframhald á lýðræðisveislu Sjálfstæðisflokksins sem hófst með prófkjörum í öllum kjördæmum þar sem þátttakendur voru 20.771.

Sjálfstæðisflokkurinn hélt afar fjölmennan flokksráðsfund um helgina þar sem vel á fjórða hundrað manns tóku þátt í að móta kosningaáherslur flokksins á landsvísu. Markmið hringferðar flokksins að þessu sinni, sem nú er farin í þriðja sinn, er að kynna áherslur flokksins og eiga í virku samtali við landsmenn alla.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson í heimsókn hjá Krabbameinsfélaginu.