Frá frelsi til helsis?

Arnar Þór Jónsson, frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Hver og einn maður þarf dag­lega að svara því hvernig lífi hann vill lifa. Á vett­vangi stjórn­mál­anna leit­um við sam­eig­in­lega að svari við því hvernig sam­fé­lag við vilj­um búa til og verja. Flest það sem dýr­mæt­ast er, þ.m.t. mann­leg reisn, grund­vall­ast á því að við get­um verið frjáls. Í því felst að við get­um tekið ábyrgð á okk­ar eig­in frelsi. Það ger­um við með því að vinna með öðrum og leita jafn­væg­is, t.d. með því að nálg­ast viðfangs­efn­in með opn­um huga, hlusta á aðra, ef­ast um eig­in niður­stöður, standa gegn þrúg­andi kenni­valdi, blindri kreddu og hvers kyns of­ríki. Við hljót­um að vilja búa í sam­fé­lagi sem lýt­ur ekki ströng­um regl­um til­bú­inn­ar hug­mynda­fræði, held­ur leyf­ir fólki að ef­ast og rök­ræða, kref­ur ekki alla um und­an­bragðalausa hlýðni og stjórn­ast ekki af heraga, held­ur treyst­ir borg­ur­un­um til að stýra eig­in lífi út frá eig­in inn­sæi, reynslu og skyn­semi. Góðir stjórn­end­ur virða lex­í­ur mann­kyns­sög­unn­ar og siðferðileg­ar und­ir­stöður vest­rænn­ar stjórn­skip­un­ar- og laga­hefðar, þar sem ein­stak­ling­ur­inn frem­ur en hóp­ur eða heild er grunn­ein­ing sam­fé­lags­ins og þar sem lög­in leit­ast við að viður­kenna og vernda dýr­mæta sér­stöðu hvers manns.

Tor­kenni­leg undir­alda

Allt þetta rifjast upp dag­lega á þess­um und­ar­legu tím­um þegar stjórn­völd ger­ast sí­fellt ágeng­ari gagn­vart dag­legu lífi borg­ar­anna með vís­an til kór­ónu­veirunn­ar (C19). Gefn­ar eru út al­menn­ar fyr­ir­skip­an­ir, án til­lits til ein­stak­lings­bund­ins heilsu­fars eða per­sónu­legs ástands hvers og eins. Al­menn grímu­skylda er eitt dæmi. Annað dæmi er sú ráðagerð að sprauta ung­menni og jafn­vel börn, sem eru þó í lít­illi hættu vegna C19, með lyfj­um sem enn eru á til­rauna­stigi. Get­ur verið að lækn­is­fræðin hafi í kófi síðustu miss­era villst af leið og lækn­ar misst sjón­ar á því grunnviðmiði að meðferð eigi sér ekki aðeins vís­inda­lega stoð held­ur gagn­ist ein­stak­lingn­um sem hún bein­ist að?

Í leit að svör­um vakna fleiri spurn­ing­ar: Get­ur verið að hér sé að eiga sér stað ein­hvers kon­ar siðferðileg, siðfræðileg, menn­ing­ar­leg og póli­tísk grund­vall­ar­breyt­ing í átt frá vest­ræn­um gild­um um sjálfs­for­ræði, sjálfs­ábyrgð, frjáls­lyndi og lýðræði í átt til for­sjár­hyggju, van­trausts, stjórn­lynd­is og fá­menn­is­stjórn­ar? Er hugs­an­legt að við séum nú að verða vitni að laga­legri og lög­fræðilegri umpól­un þar sem grunn­ein­ing laga og sam­fé­lags er ekki leng­ur ein­stak­ling­ur­inn held­ur sam­fé­lagið sem heild ? Frammi fyr­ir slík­um mögu­leika er rétt að við öll, þó ekki síst emb­ætt­is­menn og æðstu ráðamenn þjóðar­inn­ar, ger­um okk­ur ljóst hví­líka ógn og vald­beit­ingu slík umbreyt­ing myndi kalla yfir borg­ar­ana. Í sögu­legu ljósi má segja að sú leið sé skýr­lega vörðuð, allt frá kröf­um um fylgispekt við nýja siði (í nafni heild­ar­inn­ar eða sam­fé­lags­ins), til þögg­un­ar, eft­ir­lits, rit­skoðunar, frels­is­svipt­ing­ar, lík­ams­meiðinga, kúg­un­ar, harðstjórn­ar og alræðis.

Hlýddu!

Í þessu ljósi er held­ur ónota­legt að sjá raðir grímu­klædds fólks (þar á meðal marga í tískufatnaði með áletr­un­inni „OBEY“) lúta mót­báru­laust fyr­ir­skip­un­um stjórn­valda um ferðir sín­ar og lífs­máta. Hvað gæti skýrt það að fólk samþykki svo greiðlega stór­felld­ar skerðing­ar á borg­ara­leg­um rétt­ind­um og að stjórn­völd um­gang­ist okk­ur eins og börn? Er það vegna þess að við treyst­um því að all­ar aðgerðir stjórn­valda séu okk­ur til hags­bóta? Höf­um við borið þær hags­bæt­ur sam­an við fórn­irn­ar sem verið er að færa? Er al­menn grímu­skylda studd traust­um vís­inda­leg­um rök­um? Höf­um við borið sam­an dán­ar­lík­ur ungs fólks vegna C19 ann­ars veg­ar og áhættu af nýju bólu­efn­un­um? Samþykkj­um við að börn­in okk­ar verði sprautuð með þess­um nýju efn­um án til­lits til nýj­ustu upp­lýs­inga um tíðni and­láta og al­var­legra auka­verk­ana?

Hegg­ur sá sem hlífa skyldi

Af hverju taka lækn­ar, lyfja­fræðing­ar og aðrir fræðimenn ekki virk­ari þátt í umræðu um þessi mál? Vís­bend­ing­ar eru um að vís­inda­leg umræða eigi nú und­ir högg að sækja. Fram hef­ur komið að ýms­ir kenni­menn vís­ind­anna (þ.m.t. rit­stjór­ar alþjóðlegra fag­tíma­rita) gangi í verki gegn hinni vís­inda­legu aðferð, m.a. með því að banna efa­semd­ir um viðtekn­ar kenn­ing­ar, birta ekki niður­stöður manna sem eru með aðrar til­gát­ur og með því að hindra að aðrir vís­inda­menn (og al­menn­ing­ur) fái sam­an­b­urðar­upp­lýs­ing­ar. Hvað stýr­ir þess­ari þróun? Er það ótti? Göf­ug­ur til­gang­ur? Áróður fjöl­miðla eða vill­andi upp­lýs­ing­ar? Án þess að gera lítið úr hætt­unni af C19 þurf­um við samt að beita rök­hugs­un og yf­ir­veguðu hags­muna­mati í leit að yf­ir­sýn og réttri leið. Treyst­um við okk­ar eig­in dómgreind eða vilj­um við af­henda sér­fræðing­um öll völd? Ég hef varað við síðari val­kost­in­um því stjórn lands­ins má ekki ráðast af þröngu sjón­ar­horni sér­val­ins hóps. Í anda stjórn­ar­skrár­inn­ar verðum við, hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr, að vinna sam­an og finna lausn­ir á grund­velli meðal­hófs. Í því felst m.a. að eng­inn einn hóp­ur má fara með of mik­il völd og að öllu valdi verði að setja mörk. Það á við um kenni­vald vís­inda­manna ekki síður en annað vald. Í því sam­hengi er rétt að minna á að hin vís­inda­lega aðferð bygg­ist nú sem fyrr á heil­brigðum efa og gagn­rýnni hugs­un.

C19 verður ekki kveðin niður úr því sem komið er og við þurf­um að finna ein­hverja leið til að lifa með veirunni til fram­búðar. Ætlum við að gera það með því að of­ur­selja okk­ur valdi sem kem­ur að ofan? Eða vilj­um við fá að taka sjálf­stæðar ákv­arðanir, taka ábyrgð á eig­in heilsu og annarra … og njóta frels­is í sam­ræmi við það? Hér er ástæða til að minna á að lýðræðis­leg stjórn­skip­un hvíl­ir á þeim grunni að rík­is­valdið stafi frá kjós­end­um og að stjórn­völd starfi í umboði al­menn­ings. Í þessu felst nán­ar að stjórn­völd eiga að þjóna al­menn­ingi, en ekki öf­ugt.

Höf­um við ekk­ert lært?

Sér­fræðinga­veldi, tækni­veldi og klerka­stjórn­ir hafa ekki gefið sér­stak­lega góða raun í tím­ans rás. Slík­ar stjórn­ir hafa staðið í vegi fyr­ir aðgengi al­menn­ings að upp­lýs­ing­um og byggt völd sín á því að vera nauðsyn­leg­ir tengiliðir við hið æðsta vald. Ein­ok­un upp­lýs­inga og valdið sem af slíku leiðir hef­ur verið mis­notað of oft til þess að við of­ur­selj­um okk­ur slíku stjórn­ar­fari á ný.

Nú­tím­inn fær­ir okk­ur end­ur­tek­in stef úr mann­kyns­sög­unni. Þaðan lær­um við að var­ast skila­boð eins og þau að of mikl­ar upp­lýs­ing­ar geti verið hættu­leg­ar. Sögu­leg dæmi benda til þess að full ástæða sé til að gæta sín á þeim sem vilja tak­marka og stýra upp­lýs­ingaflæði. Við ætt­um því að hafa all­an vara á þegar okk­ur er sagt að best sé að af­henda ákvörðun­ar­vald um stórt og smátt til út­val­inn­ar valda­stétt­ar. Slíkt er ekki raun­hæf­ur val­kost­ur í lýðræðis­sam­fé­lagi, því frjálst aðgengi að upp­lýs­ing­um er for­senda frjálsr­ar hugs­un­ar, skoðana­mynd­un­ar og tján­ing­ar. Til skamms tíma get­ur e.t.v. virst hent­ugt að berja niður efa­semdaradd­ir, ein­angra þá sem ekki vilja lúta kenni­vald­inu og jafn­vel svipta þá borg­ara­leg­um rétt­ind­um. Sag­an sýn­ir að slíkt er þó skamm­góður verm­ir, því án aðhalds, gagn­rýni og heil­brigðs efa fer lýðræðis­legt stjórn­ar­far út af spor­inu. Þegar vald­haf­ar ef­ast ekki leng­ur um rétt­mæti eig­in skoðana verður ógn­ar­stjórn að raun­hæf­um mögu­leika, því hvers vegna ættu stjórn­end­ur að um­bera tafs, hik og efa­semd­ir fá­fróðs almúg­ans?

Loka­orð

Vest­ræn stjórn­skip­un er ekki full­kom­in, en hún er dýr­mæt því hún hef­ur mót­ast í straumi tím­ans á grunni dýr­keyptra mistaka og blóðugra ófara. Al­menn­um borg­ur­um leyf­ist auðvitað ekki hvað sem er, en stjórn­skip­un okk­ar er ætlað að sjá til þess að vald­höf­um leyf­ist það ekki held­ur. Þeir sem telja sig hafa fundið öll svör – og þeir sem vilja af­henda slíku fólki öll völd – mega gjarn­an vera minnt­ir á að síg­andi lukka er best í þessu sem öðru.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2021.