Um 38% fólks á vinnumarkaði háskólamenntað

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs kom í Pólitíkina og ræddi um mikið framboð háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði. Konráð skrifaði grein í sumar í Viðskiptablaðið þar sem hann spyr: Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Þáttinn má nálgast hér.

Þar bendir hann á að þann 19. júní síðastliðinn náði tæplega 1% þjóðarinnar náði þeim merka áfanga að útskrifast úr háskóla. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði háskólamenntað, samanborið við 11% árið 1990. Með sama áframhaldi má gera ráð fyrir að innan tíðar verði annar hver starfskraftur á íslenskum vinnumarkaði með háskólagráðu.

Konráð segir augljóst að með svo miklu framboði háskólamenntaðs fólks muni tekjurnar dragast saman og það býr til nýjar áskoranir fyrir bæði vinnumarkaðinn í heild og menntakerfið sem þurfi að skoða nýjar leiðir í námsframboði.