Njótum góðs af því að vera vel bólusett þjóð
'}}

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Aðspurður um stöðu sóttvarnarmála sagði Bjarni það ekki samræmast meðalhófssjónarmiðum að ráðast í harðar aðgerðir á meðan lítill hluti bólusettra veikist alvarlega af Covid-19. Ljóst væri að ef bólusetningar hefðu ekki gengið jafn vel og raun ber vitni væri staðan allt önnur hér á landi.

„Ef við værum óbólusett þjóð þá er auðvitað ljóst að við værum með miklu, miklu, miklu strangari takmarkanir á samkomum. Þannig að, í þeim skilningi erum við nú þegar að njóta góðs af því að vera komin með vel bólusetta þjóð, þó við ætlum að gera enn betur,“ sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Þá sagði Bjarni að ef í ljós komi að bólusetningar sýni árangur í baráttunni gegn alvarlegum veikindum verði forsendur fyrir hörðum innanlandsaðgerðum ekki fyrir hendi.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér: https://www.visir.is/g/20212138253d/-vid-eigum-ad-halda-a-fram-ad-njota-gods-af-thvi-ad-vera-vel-bolu-sett-