Uppbygging á Litla-Hrauni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

Rík­is­stjórn­in samþykkti ný­lega til­lögu mína um að ráðast í upp­bygg­ingu fang­els­is­ins á Litla-Hrauni. Í fang­els­inu, sem var upp­haf­lega reist sem sjúkra­hús, er um helm­ing­ur allra fang­els­is­rýma í land­inu en það upp­fyll­ir ekki leng­ur þær kröf­ur sem gera verður til slíkr­ar starf­semi. Má í því sam­bandi vísa í út­tekt­ir nefnd­ar Evr­ópuráðsins um varn­ir gegn pynd­ing­um o.fl. (CPT-nefnd­ar­inn­ar) frá ár­un­um 2019 og 2020. Þar var m.a. bent á hve erfiðlega hef­ur gengið að stemma stigu við út­breiðslu fíkni­efna í fang­els­inu. Nefnd­in gerði einnig at­huga­semd­ir við aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu og þá einkum geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fanga.

Talið er að nær 60% fanga í ís­lensk­um fang­els­um glími við vímu­efna­vanda og til­tölu­lega hátt hlut­fall þeirra glím­ir við at­hygl­is­brest eða önn­ur slík vanda­mál. Brýnt er að hjálpa fólki sem glím­ir við slík­an vanda og gild­ir það um fanga rétt eins og aðra lands­menn.

Í fram­haldi af út­tekt CPT-nefnd­ar­inn­ar var gerð aðgerðaáætl­un um að efla heil­brigðisþjón­ustu við fanga, skil­greina verklag og ábyrgð í innri starf­semi fang­els­anna og vinna að þarfagrein­ingu til að sporna gegn dreif­ingu og neyslu vímu­efna á Litla-Hrauni. Náðst hef­ur góður ár­ang­ur við upp­bygg­ingu geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fanga með góðri sam­vinnu við yf­ir­völd heil­brigðismála. Er starf­inu sinnt í göml­um af­lögðum fanga­klef­um. Þeirri aðstöðu verður að koma í betra horf.

Með ákvörðun okk­ar um upp­bygg­ingu á Litla-Hrauni hill­ir loks und­ir að húsa­kost­ur og ann­ar aðbúnaður fanga í ís­lensk­um fang­els­um verði færður til nú­tím­ans. Það hef­ur dreg­ist alltof lengi að taka til hend­inni og það er gagn­rýni­vert að ábend­ing­ar CPT-nefnd­ar­inn­ar hafi þurft til að koma, þannig að nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur kom­ist til fram­kvæmda. Ég tek fram að al­gjör samstaða og sam­hljóm­ur var í rík­is­stjórn­inni um þetta mál.

Kostnaður við fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir á Litla-Hrauni er áætlaður um 1,6 millj­arðar króna. Í fang­els­inu verður byggð upp öfl­ug heil­brigðis- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu fyr­ir fang­elsis­kerfið í heild sinni og einnig verður öll aðstaða bæði fyr­ir fanga og fanga­verði bætt til muna. Auðveld­ara verður að skilja að hinar ýmsu deild­ir fang­els­is­ins og aðbúnaður aðstand­enda til heim­sókna verður einnig lag­færður.

Litla-Hraun er stærsta fang­elsi lands­ins og þýðing­ar­mikið að byggja þar upp og bæta aðstöðu til end­ur­hæf­ing­ar fang­anna sem þar dvelj­ast. Með fram­kvæmd­um þeim sem nú verður ráðist í er stefnt að því að vanda­mál fang­els­is­ins verði færð í full­nægj­andi horf til fyr­ir­sjá­an­legr­ar framtíðar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2021.