Hlustuðum á hálendisfólkið

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður:

Við þinglok var frum­varpi um­hverf­is­ráðherra um há­lend­isþjóðgarð vísað aft­ur til ráðherra. Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is fjallaði um málið í rúma sex mánuði og hátt í 200 um­sagn­ir bár­ust nefnd­inni.

Mín­ir fyr­ir­var­ar og mín afstaða til há­lend­isþjóðgarðs hef­ur verið skýr frá upp­hafi. Ég hef lagt mig fram um að fara og hitta fólkið sem þekk­ir há­lendið best, nýt­ir há­lendið og hef­ur hugsað um há­lendið. Ég hef byggt mína af­stöðu á þess­um sam­skipt­um og unnið sam­kvæmt sann­fær­ingu minni við meðferð máls­ins á Alþingi.

Unn­end­ur há­lend­is­ins eiga mikið hrós skilið fyr­ir að láta sig málið varða og að taka þátt í umræðunni með mál­efna­leg­um og rök­föst­um hætti. Það varð til þess að sjón­ar­mið þeirra náðu í gegn og Alþingi tók á þeim mark. Takk fyr­ir það!

Það skilaði sér í frá­vís­un máls­ins með þeim at­huga­semd­um sem lagðar höfðu verið fram og ráðherra leiðbeint um að vinna málið í víðtæku sam­ráði, finna lausn­ir á álita­mál­um og ná breiðri og al­mennri sátt áður en málið kem­ur aft­ur til Alþing­is.

Ég tók þátt í þver­póli­tískri nefnd um gerð há­lend­isþjóðgarð og á sæti í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd. Þar hef ég haldið sjón­ar­miðum fólks­ins á lofti og í sam­starfi við aðra nefnd­ar­menn fengið stuðning við at­huga­semd­ir hagaðila.

Helstu áherslu­atriðin nú eru að málið verði unnið í víðtækri sátt og hlustað á vilja sveit­ar­fé­lag­anna og heima­manna. Ferðaf­relsið verði áfram óskert, nytja­rétt­ar­haf­ar haldi sín­um eign­ar­rétti og að skil­virkt og sam­ræmt stjórn­fyr­ir­komu­lag verði á há­lend­inu en ekki bákn.

Nytja­rétt­ar­haf­ar, úti­vistar­fólk, sveit­ar­fé­lög, fé­laga­sam­tök og at­vinnu­lífið hef­ur hugsað vel um há­lendið og sýnt mik­inn fram­taks- og frum­kvæðismátt sem verður að viðhalda. Efla frek­ar en letja. Þau mik­il­vægu störf sem fólk legg­ur til há­lend­is­ins í dag, oft­ar en ekki í sjálf­boðavinnu, má ekki rík­i­s­væða. Það er eng­inn bet­ur til þess fall­inn að sjá um há­lendið en fólkið sem hef­ur hugsað um það hingað til.

Umræðan hef­ur varpað skýr­ara ljósi á mál­efni há­lend­is­ins og styrkt okk­ur í þeim málstað sem við höf­um verið að verja. Við mun­um nýta okk­ar kraft og þekk­ingu til að vinna há­lend­inu áfram gagn svo við get­um notið þess áfram á fjöl­breytt­an og far­sæl­an hátt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. júní 2021.