Gunnar Birgisson – minningargrein formanns Sjálfstæðisflokksins

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, var jarðsunginn í dag. Hér að neðan má finna minningargrein Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um Gunnar sem birtist í Morgunblaðinu 24. júní 2021:

Gunn­ar Birg­is­son, verk­fræðing­ur, bæj­ar­stjóri og alþing­ismaður, var stór maður í öll­um skiln­ingi þess orðs. Hann var stór­brot­inn karakt­er, stund­um stór­karla­leg­ur, hann gat haft sína fyr­ir­ferð og all­ir vissu hvar þeir höfðu hann. Að öðrum ólöstuðum er hann ein­hver dug­leg­asti maður, sem ég hef kynnst; hann hafði unun af að vinna og féll helst aldrei verk úr hendi.

Gunn­ar hafði átt óvenju­lega, jafn­vel erfiða, æsku í fjölþættu fjöl­skyldu­mynstri, eins og það væri orðað nú. Því bet­ur kunni hann að meta fjöl­skyldu­bönd­in sem hann knýtti með Vig­dísi Karls­dótt­ur, eig­in­konu sinni. Hann var skarp­gáfaður, varð verk­fræðing­ur og doktor í jarðvegs­fræðum full­orðinn maður, sem nýtt­ist hon­um mikið í stjórn­mála­störf­um hans.

Gunn­ar vakti þjóðar­at­hygli sem lyk­ilmaður í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs, þar sem hann myndaði meiri­hluta okk­ar sjálf­stæðismanna með fram­sókn­ar­mann­in­um Sig­urði heitn­um Geir­dal bæj­ar­stjóra, en þó þeir væru afar ólík­ir menn, þá náðu þeir ákaf­lega vel sam­an bæj­ar­fé­lag­inu til mik­illa heilla. Sjálf­ur varð Gunn­ar bæj­ar­stjóri árið 2005. Það mikla fram­fara­skeið bæj­ar­ins sést best á því að íbúa­fjöldi Kópa­vogs nær tvö­faldaðist á þeim tíma og þar átti Gunn­ar drýgst­an hlut. Það er gott að búa í Kópa­vogi, sagði Gunn­ar og menn vissu að hann gat trútt um talað.

Hann var kjör­inn á Alþingi 1999 og var öt­ull þingmaður kjör­dæm­is­ins. Seint líður mér úr minni sem ung­um framjóðanda að hafa tekið þátt í kosn­inga­bar­áttu með Gunn­ari árið 2003. Við geng­um sam­an hús úr húsi í Smiðju- og Skemmu­hverf­inu í Kópa­vogi og tók­um spjall við at­vinnu­rek­end­ur í ótrú­lega fjöl­breytt­um rekstri. Þar var Gunn­ar sann­ar­lega á heima­velli í fleiri en ein­um skiln­ingi og okk­ur hvarvetna vel tekið. Hann gat verið allra manna skemmti­leg­ast­ur, góður sögumaður og glögg­ur á fólk. Og und­ir hrjúfu yf­ir­borðinu bærðist mýkri lund en marg­ir vissu.

Þess hátt­ar sam­skipti, maður á mann, inn­an um vél­ar og verk­færi voru styrk­leiki Gunn­ars og þangað sótti hann styrk og til­gang. Af þeim sam­skipt­um dró ég mik­inn lær­dóm sem hef­ur fylgt mér æ síðan.

Fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins færi ég fjöl­skyldu Gunn­ars okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur, en um leið minn­umst við og þökk­um fyr­ir hans far­sælu störf í þágu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar, Kópa­vogs­búa, lands og þjóðar. Guð blessi minn­ingu hans.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Útför Gunnars Birgissonar.