Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram í dag laugardaginn 19. júní.
Kjörstaðir eru víða um kjördæmið og má sjá þá og opnunartíma þeirra hér.
Taktu þátt í lýðræðisveislunni og kjóstu þá sem þú vilt að skipi lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoða má sýnishorn af kjörseðli hér.
Vakin er athygli á því að kjósa ber 4 frambjóðendur í töluröð, hvorki fleiri né færri!
Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 4 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og 4 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti fjórða sætið í prófkjörinu.
Yfirstrikanir gera kjörseðilinn ógildan.