Afar góð þátttaka er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem nú stendur yfir. Nú klukkan 13:45 kaus þrjúþúsundasti kjósandinn í prófkjörinu.
Kjörstaðir eru opnir til kl. 18:00 í dag en hægt er að kjósa á fimm stöðum í kjördæminu.
- Garðabær - Félagsheimilið, Garðatorgi 7
- Hafnarfjörður - Félagsheimilið, Norðurbakka 1a
- Kópavogur - Lindaskóli, Núpalind 7
- Mosfellsbær - Félagsheimilinu Kjarna á fyrstu hæð, Þverholti 2
- Seltjarnarnes - Félagsheimilið, Austurströnd 3.
Tólf frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu – sjá hér. Kjósa ber 6 frambjóðendur í töluröð, hvorki fleiri né færri.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi. Hægt er að ganga í flokkinn rafrænt fram að lokun kjörstaða hér.