Lýðræðisveislan heldur áfram í Suðvesturkjördæmi

Lýðræðisveisla Sjálfstæðisflokksins heldur áfram með prófkjöri í Suðvesturkjördæmi næstu daga, en áður hafa farið fram afar vel heppnuð prófkjör í þremur kjördæmum. Síðasta prófkjörið fer síðan fram 16. og 19. júní í Norðvesturkjördæmi.

12 frambjóðendur gefa kost á sér í SV-kjördæmi

12 frambjóðendur hafa gefið kost á sér í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi en finna má upplýsingar um þá hér. Kjósendur velja sex frambjóðendur á kjörseðli með því að velja þá í töluröð.

Fimm kjörstaðir prófkjörsdagana

Prófkjörið stendur yfir dagana 10. – 12. júní. Kjörstaðir eru í fimm bæjarfélögum í kjördæminu. Opnunartími er sá sami á þeim öllum:

  • 10. og 11. júní er opið frá 17:00 – 20:00
  • 12. júní er opið frá 09:00 – 18:00

Kjörstaðir:

  • Garðabær – Félagsheimilið, Garðatorgi 7
  • Hafnarfjörður – Félagsheimilið, Norðurbakka 1a
  • Kópavogur –
    • 10. og 11. júní er kosið í félagsheimilinu, Hlíðarsmára 19
    • 12. júní er kosið í Lindaskóla, Núpalind 7
  • Mosfellsbær – Félagsheimilinu Kjarna á fyrstu hæð, Þverholti 2
  • Seltjarnarnes – Félagsheimilið, Austurströnd 3.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Valhöll til föstudags

Kosið er utan kjörfundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opnunartími miðvikudaginn 9. júní er til 19:00 en aðra daga hefðbundinn.

Opnunartími í Valhöll:

  • Miðvikudag 9. júní frá kl. 10:00 – 19:00
  • Fimmtudag 10. júní frá kl. 10:00 – 16:00
  • Föstudag 11. júní – frá kl. 10:00 – 16:00

Kjósa ber 6 frambjóðendur í töluröð, hvorki fleiri né færri!

Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu, 4 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti fjórða sætið í prófkjörinu, 5 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti fimmta sætið í prófkjörinu og 6 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti sjötta sætið í prófkjörinu.

Yfirstrikanir gera kjörseðilinn ógildan