Nú þegar 1.502 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra efstur með 765 atkvæði.
Í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra með 1.001 atkvæði í 1. – 2. sæti.
Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir með 601 atkvæði samanlagt í 1. – 3. sæti.
Í fjórða sæti er Brynjar Níelsson með 573 atkvæði samanlagt í 1. – 4. sæti.
Í fimmta sæti er Hildur Sverrisdóttir með 753 atkvæði samanlagt í 1. – 5. sæti.
Í sjötta sæti er Birgir Ármannsson með 885 atkvæði samanlagt í 1. – 6. sæti.
Í sjöunda sæti er Kjartan Magnússon með 777 atkvæði samanlagt í 1. – 7. sæti.
Í áttunda sæti er Sigríður Á. Andersen með 675 atkvæði samanlagt í 1. – 8. sæti.
Um 7.500 manns greiddu atkvæði í dag en endanlegar tölur munu liggja fyrir þegar allar kjördeildir hafa verið gerðar upp. Fyrstu atkvæðin sem talin voru eru atkvæði sem greidd voru utan kjörfundar ásamt atkvæðum sem greidd voru í gær.