Beint streymi frá fundi um fjármál borgarinnar

Í dag, kl. 11:00, mun Vörður, fulltrúaráðið í Reykjavík, og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins standa fyrir fundi um fjármál Reykjavíkurborgar, en gengið var frá ársreikningi borgarinnar í liðinni viku. Streymt verður beint frá fundinum í gegnum Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.
 
 
Á fundinum mun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fara ítarlega yfir fjármál borgarinnar. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið hærri og eru þær komnar í 386 milljarða króna en voru á síðasta rekstrarári 345 milljarðar. Skuldir samstæðu borgarinnar jukust þannig um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum einasta mánuði. 
 
Allir eru hjartanlega velkomnir í Valhöll á meðan húsrúm leyfir en hámark 50 manns komast að í ljósi samkomutakmarkana. Nauðsynlegt er að þeir sem hyggjast sækja fundinn í Valhöll skrái sig á fundinn með nafni, símanúmeri og kennitölu á netfangið borgarstjorn@xd.is.
 
Sá listi er vegna sóttvarnarreglna svo fyrir liggi hverjir sitji fundinn ef til þess kæmi að rekja þyrfti smit. Skráningum verður eytt að nokkrum dögum liðnum. Þeir sem hyggjast fylgjast með fundinum á netinu þurfa hins vegar ekki að skrá sig.

Hér má nálgast Facebook-viðburð fundarins.