Máttur ríkisins vs. trúin á einstaklinginn

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Stærsta verk­efni kom­andi miss­era og ára er að byggja upp efna­hag lands­ins eft­ir áföll sem voru óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur heims­far­ald­urs Covid. Mark­miðið er að til verði þúsund­ir starfa, styrkja lífs­kjör launa­fólks og tryggja sam­fé­lag vel­ferðar.

Ólík­ar hug­mynd­ir um hvernig best sé að standa að verki marka skil milli stjórn­mála­flokka, jafnt inn­an og utan rík­is­stjórn­ar. Sann­fær­ing um mátt rík­is­ins tekst á við trúna á kraft og út­sjón­ar­semi ein­stak­lings­ins.

Í huga stjórn­lyndra er skyn­sam­legt að sækja fram og fjölga starfs­mönn­um hins op­in­bera. Slík at­vinnu­sókn verður ekki fjár­mögnuð nema með þyngri álög­um á fyr­ir­tæki og al­menn­ing. And­spæn­is þeim standa þeir sem leggja áherslu á að skapa verðmæti með því að hleypa súr­efni inn í at­vinnu­lífið, með lægri gjöld­um og ein­fald­ara reglu­verki og skil­virku eft­ir­liti.

En all­ir, hvar í flokki sem þeir standa, leggja áherslu á ný­sköp­un. Á stund­um virðist það þó aðeins vera í orði, því um leið er hvatt til reglu­væðing­ar at­vinnu­lífs­ins, auk­ins eft­ir­lits og þyngri skatt­heimtu. Sum­ir eru haldn­ir hrein­um ótta við að ein­stak­ling­ar fái að njóta frum­kvæðis og dugnaðar. Á móti þessu hef­ur rík­is­stjórn­in tryggt skatta­lega hvata til fjár­fest­ing­ar í ný­sköp­un og um­bylt fjár­mögn­un­ar­um­hverf­inu. Og stig­in hafa verið mik­il­væg skref til ein­föld­un­ar reglu­verks þótt enn sé mikið verk að vinna.

Í framtíðar­sýn stjórn­mála­manna um upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins fer hins veg­ar lítið fyr­ir mik­il­vægi þess að ýta und­ir og tryggja sam­keppni á sem flest­um sviðum þjóðlífs­ins, ekki síst þar sem hún er lít­il, tak­mörkuð eða jafn­vel eng­in.

Stór hluti ís­lensks efna­hags­lífs er án sam­keppni eða líður fyr­ir mjög tak­markaða sam­keppni. Sam­keppn­is­leysið leiðir til sóun­ar á mannafli og fjár­magni, hærra verðs, lak­ari þjón­ustu og verri vöru. Ný­sköp­un er í bönd­um og fram­boð vöru og þjón­ustu verður ein­hæf­ara. Með aðgerðum eða aðgerðal­eysi hafa ríkið og sveit­ar­fé­lög hindrað sam­keppni með marg­vís­leg­um hætti.

Ríkið veld­ur skaða

Vand­inn sem glímt er við er ekki skort­ur á op­in­beru eft­ir­liti held­ur skort­ur á sam­keppni og oft á tíðum ósann­gjörn sam­keppni hins op­in­bera við einkafram­takið. Það er áhyggju­efni hve marg­ir, ekki síst stjórn­mála­menn, láta sér sam­keppn­is­leysi í léttu rúmi liggja. Auðvitað kem­ur það ekki á óvart að rík­is­rekstr­arsinn­ar leiði lítt hug­ann að því hversu mikl­um skaða ríkið veld­ur með sam­keppn­is­rekstri við einka­fyr­ir­tæki. Í þeirra huga skipt­ir t.d. „vel­ferð“ Rík­is­út­varps­ins meira máli en fjöl­breyti­leg og líf­leg flóra sjálf­stæðra fjöl­miðla.

Und­an vernd­ar­væng rík­is­ins herja rík­is­fyr­ir­tæki á einka­fyr­ir­tæki til að vinna nýja markaði og afla sér auk­inna tekna. Í skjóli op­in­bers eign­ar­halds hef­ur verið lagt til at­lögu við einka­fyr­ir­tæki – lít­il og stór. Íslensk­ir kaup­menn standa höll­um fæti gagn­vart rík­is­rekstri í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Dreif­ing­ar- og flutn­inga­fyr­ir­tæki eiga í vök að verj­ast gagn­vart of­urafli rík­is­fyr­ir­tæk­is, sem send­ir skatt­greiðend­um reikn­ing­inn fyr­ir mis­heppnuðum til­raun­um til land­vinn­inga. Rík­is­rekst­ur fjöl­miðla kem­ur í veg fyr­ir sann­gjarna sam­keppni á fjöl­miðlamarkaði og held­ur sjálf­stæðum fjöl­miðlum í fjár­hags­legri spennitreyju og dreg­ur úr þeim þrótt­inn.

Sam­keppni í mennta­kerf­inu er tak­mörkuð enda fjand­skap­ur gagn­vart sjálf­stæðum skól­um land­læg­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þar ræður ekki metnaður um að tryggja gæði mennt­un­ar né fjöl­breytt­ari val­kosti nem­enda. Við höf­um orðið áþreif­an­lega vör við hvernig skipu­lega er unnið að því að rík­i­s­væða heil­brigðisþjón­ust­una, draga úr sam­keppni, fækka val­mögu­leik­um lands­manna og hefta sjálf­stæða starf­semi heil­brigðis­starfs­fólks. Biðlist­ar í stað þjón­ustu og tvö­falt heil­brigðis­kerfi fest­ir ræt­ur.

List­inn er lang­ur.

Skil­virkt eft­ir­lit

Ítar­legt sam­keppn­ismat sem OECD vann á reglu­verki sem gild­ir hér á landi í bygg­ing­ar­starf­semi og ferðaþjón­ustu leiddi í ljós að með ein­föld­un er hægt að bæta hag lands­manna um tugi millj­arða á ári. Reglu­væðing at­vinnu­lífs­ins hef­ur með öðrum orðum leitt til tug­millj­arða sóun­ar á hverju ári.

Ein­föld­un reglu­verks­ins laðar fram sam­keppni og auðveld­ar at­hafna­mönn­um að láta til sín taka. Flókið reglu­verk og frum­skóg­ur skatta og gjalda eru vörn hinna stóru – draga úr mögu­leik­um fram­taks­manns­ins til að bjóða nýja vöru og þjón­ustu. Við höf­um séð hvernig rót­tæk­ar breyt­ing­ar á ýms­um skött­um og gjöld­um hafa skilað sér í auk­inni sam­keppni sem neyt­end­ur hafa notið. Und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar voru al­menn vöru­gjöld af­num­in og hið sama á við um tolla af fatnaði. Breyt­ing­arn­ar juku sam­keppni í versl­un.

En eitt er að ein­falda regl­ur og draga úr skatt­byrði. Annað að tryggja skil­virkni í sam­keppnis­eft­ir­liti sem er mik­il­væg for­senda þess að ábati sam­keppn­inn­ar skili sér til neyt­enda. Breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­um á liðnu ári eru mik­il­vægt skref í þessa átt, en þó aðeins skref. Vís­bend­ing­ar eru um að málsmeðferðar­hraði, ekki síst í samruna­mál­um, sé óviðun­andi.

Ef við ætl­um okk­ur að ná ár­angri á kom­andi árum í upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins og styrkja stoðir vel­ferðarsam­fé­lags­ins verður að inn­leiða sam­keppni á öll­um sviðum til að tryggja hag­kvæma nýt­ingu fjár­magns og vinnu­afls, góða þjón­ustu og hag­stætt verð. Þar leika rík­is­valdið, lög­gjaf­inn og ekki síst eft­ir­lits­stofn­an­ir lyk­il­hlut­verk.

Morgunblaðið 5. maí.