Tollahækkanir með inngöngu í ESB
Verð á mörgum vörum og þjónustu mun hækka ef Ísland gengur inn í Evrópusambandið. Aðeins 10,4% tollskrárnúmera bera toll á Íslandi í dag, en 73% tollskrárnúmera í Evrópusambandinu. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í umræðum um þingsályktunartillögu Viðreisnar, um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.
Kom einnig fram í máli sjálfstæðismanna að með aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EES-samninginn njóti Ísland þeirra þátta sem lúta að frjálsum viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn, sem og frjálsri för fólks, en bindur ekki hendur Íslands þegar kemur að öðrum samstarfssviðum ESB.
Með aðild að Evrópusambandinu þyrfti Ísland að taka upp 100% af ESB gerðum, í stað 13,4% eins og var raunin frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 og til ársloka 2016.