Loftbrúin er unga fólksins

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður:

Gleðilegt var að sjá til­kynn­ingu Vega­gerðar­inn­ar í vik­unni sem bar yf­ir­skrift­ina „Loft­brú mik­il bú­bót fyr­ir lands­byggðina“. Þar seg­ir að fjöldi fólks hafi nýtt sér af­slátt­ar­kjör Loft­brú­ar frá því í sept­em­ber enda sé það mik­il bú­bót fyr­ir lands­byggðarfólk. Mark­miðið er að bæta aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjón­ustu í höfuðborg­inni með lægri flug­far­gjöld­um. Loft­brú veit­ir 40 pró­senta af­slátt af heild­arfar­gjaldi fyr­ir áætl­un­ar­leiðir inn­an­lands til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Hver ein­stak­ling­ur nýt­ur lægri far­gjalda fyr­ir allt að þrjár ferðir ár­lega fram og til baka eða sex flug­leggi.

Í ár­araðir hef ég talað fyr­ir að jafna aðgengi lands­byggðar að þjón­ustu sem byggð hef­ur verið upp miðlægt í Reykja­vík. Fyrst fór ég að tala fyr­ir þessu op­in­ber­lega fyrri hluta árs 2016, þá sem bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri og í stjórn At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar. Eft­ir fjöld­ann all­an af ræðum, viðtöl­um og greina­skrif­um veitti ég for­stöðu starfs­hópi skipuðum af Jóni Gunn­ars­syni sam­gönguráðherra vorið 2017 um framtíð inn­an­lands­flugs, sem lagði til að far­gjöld lands­byggðar nytu allt að 50 pró­senta niður­greiðslu. Þar var byggt á hinni „skosku leið“ um að niður­greiða flug­ferðir íbúa dreifðra svæða. Hin ára­langa bar­átta fyr­ir hinni „skosku leið“ hef­ur skilað sér svo um mun­ar.

Loft­brú­in nýt­ist aðeins ein­stak­lingi með lög­heim­ili í skil­greindri fjar­lægð frá höfuðborg­inni. Hún nær ekki til fyr­ir­tækja, stofn­ana eða ferðamanna á lands­byggðinni. Gagn­vart at­vinnu­lífi er skýr aðstöðumun­ur gagn­vart höfuðborg­ar­svæði. Þann aðstöðumun þarf að jafna, en með öðrum aðferðum en loft­brú. Ég hef margít­rekað að það séu skýr­ustu rök­in fyr­ir betra sam­göngu­kerfi, ekki síst upp­bygg­ingu flug­valla á lands­byggðinni.

Stund­um er farið niðrandi orðum um störf þing­manna. Við umræður um „skosku leiðina“ fann maður mótvind­inn. Til­lög­urn­ar ekki sagðar raun­hæf­ar og vart hugsaðar til framtíðar. Það hef­ur reynst alrangt.

Í frétt Vega­gerðar seg­ir að ungt fólk 20-24 ára á lands­byggðinni sé hóp­ur­inn sem nýti þetta tæki­færi öðrum frem­ur. – Til mik­ils var bar­ist. Ein­mitt unga fólkið þarf hvað mesta hvatn­ingu til að festa ræt­ur í heima­byggð. Hjá þeim ligg­ur blóm­leg framtíð lands­byggðar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. apríl 2021.