Umferð í Reykjavík

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn:

Tafa­tími í borg­inni hef­ur vaxið mikið und­ir stjórn Dags B. Eggerts­son­ar. Vinnu­vik­an hef­ur lengst fyr­ir þá sem þurfa að sækja vinnu með bíl. Nú vill borg­ar­stjóri lækka um­ferðar­hraðann í borg­inni og þrengja að um­ferð fyr­ir millj­arða króna.

Þessi auknu inn­grip munu lengja ferðatíma fólks hvort sem ferðast er með einka­bíl eða strætó. Um­ferðarör­yggi verður ekki best mætt með þreng­ing­um. Þvert á móti er hætta á að um­ferð fari af þreng­ing­ar­göt­um og inn í íbúðagöt­ur. Sú leið að hafa lág­an há­marks­hraða í íbúðagöt­um var mörkuð 1983 í tíð Davíðs Odds­son­ar borg­ar­stjóra. Þá var 30 km há­marks­hraði inn­leidd­ur í íbúðahverf­um, en um­ferðargöt­um haldið greiðum. Þessi stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins gafst vel og fækkaði um­ferðarslys­um mikið.

Á síðustu árum hef­ur verið þrengt að um­ferð al­mennt, en út­lit er fyr­ir að nú taki fyrst stein­inn úr. Ný áætl­un um þreng­ing­ar gatna og lækk­un há­marks­hraða á borg­ar­göt­um hef­ur nú verið lögð fram. Með samþykkt henn­ar mun af­kasta­geta gatna­kerf­is­ins minnka. Á sama tíma er gert ráð fyr­ir tals­verðri íbúa­fjölg­un.

Í stað þess að inn­leiða snjall­lausn­ir, bætt­ar gang­braut­ir og ljós­a­stýr­ingu er fjár­mun­um beint í að þrengja um­ferðina í Reykja­vík. Í staðinn fyr­ir að að bæta gæði mal­biks, þrífa bet­ur göt­ur og ná ár­angri í að nagla­dekk séu notuð minna, á nú að hægja á um­ferð einka­bíla og strætó.

Sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn hafa lagt til aukið um­ferðarör­yggi á þeim stöðum þar sem brýn­ast er að bæta það. Fækka hættu­leg­um ljós­a­stýrðum gatna­mót­um og bæta ör­yggi gang­andi og hjólandi. Þreng­ing­ar­stefn­an hef­ur sannað það að hún leys­ir ekki um­ferðar­vand­ann. Þvert á móti. Nú­tíma­lausn­ir með bætt­um veg­teng­ing­um myndu létta á um­ferðinni. Auka ör­yggi og stytta tafa­tíma í um­ferð. Meiri­hlut­inn stend­ur fyr­ir háar álög­ur á fólk og fyr­ir­tæki. Aðgerðir hans í um­ferðar­mál­um byggj­ast á því að þrengja að um­ferð. Slík­ar aðgerðir eru ekki lausn­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. apríl 2021.