„Við erum að taka kerfið – báknið segja sumir – ég held að báknið sé ekki endilega það sem fólk sér margar krónur í kringum – heldur þetta svifaseina skrímsli sem étur málið þitt og skyrpir því út úr sér alltof seint eftir allt of marga fundi og langan biðtíma,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í nýju myndbandi sem birtist á facebook í dag.
„Við erum allt of oft með leyfi ofan á leyfi – þú færð ekki þetta leyfi nema þú sért með þetta leyfi en þú færð ekki þetta leyfi nema þetta leyfi sé til staðar – þetta er bara einhver vitleysa,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í myndbandinu.
„Þess vegna held ég að stafvæðingin, tæknivæðingin, fjárfesting í upplýsingakerfum ríkisins sé leið til að fjarlægja kerfið – fjarlægja báknið og koma á fót þjónustu sem almenningur getur notið góðs af og endurskilgreint upplifunina af því að vera í samskiptum við hið opinbera,“ segir Bjarni í myndbandinu sem finna má hér.