Réttar aðgerðir skiluðu árangri

Kórónukreppan reið yfir heiminn undanfarið ár og afleiðingarnar hafa verið miklar fyrir alla heimsbyggðina.

Góðu fréttirnar á Íslandi eru þó m.a. þær að með réttum aðgerðum hefur tekist að koma í veg fyrir margan skaðann. Þvert á allar spár tókst m.a. að auka ráðstöfunartekjur heimila á síðasta ári – þrátt fyrir Covid!

Árangurinn byggir á traustum grunni og trúverðugri áætlun. Með því að halda áfram á sömu braut byggjum við undir hraðan viðsnúning og enn sterkara Ísland.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar koma fram þau markmið ríkisstjórnarinnar að út úr efnahagsástandinu komi enn farsælla og samkeppnishæfara þjóðfélag, þar sem velsæld byggist á öflugu atvinnulífi og krafti fólksins í landinu. Megináherslur aðgerða vegna faraldursins eru þríþættar:

  1. Viðspyrna með opinberum fjármálum. Fjármálum hins opinbera markvisst beitt til að tryggja stöðugleika og skapa efnahagslega viðspyrnu. Áhersla lögð á að vernda þann árangur sem náðst hefur í velferðar- og heilbrigðismálum.
  2. Verðmæt störf, fjárfestingar og aukin hagsæld. Kröftug viðspyrna efnahagslífsins drifin áfram af verðmætum störfum og fjárfestingum. Áhersla á menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði og umhverfis- og loftslagsmál. Markvissar umbætur á umgjörð efnahags- og atvinnumála til að auka hagsæld til lengri tíma.
  3.  Skilvirkari þjónusta og sjálfbær opinber fjármál. Nútímavæðing hins opinbera í samræmi við breyttar þarfir og aðstæður. Þjónusta verði stafræn og skipulag sveitarstjórnarstigsins styrkt. Viðnámsþróttur gagnvart ófyrirséðum áföllum verði tryggður með lækkun skulda og sjálfbærni opinberra fjármála þannig að ekki halli á komandi kynslóðir.

 

Hér má finna frétt á vef fjármálaráðuneytisins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Hér má finna ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann lagði málið fram á Alþingi í vikunni.