Er löglegt að skikka fólk í farsóttarhús?

Sigríður Á. Andersen kom í Pólitíkina og ræddi nýjustu skref í sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Hún efast um að löglegt sé að setja fólk í farsóttarhús á eigin kostnað. Hlusta má á þáttinn hér.

Hún varð heldur skammlíf sælan sem fylgdi tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum en öllu var skellt aftur í lás fyrir fáeinum dögum og gripið á ný til ströngustu sóttvarnaaðgerða. Á sama tíma hafa viðkvæmustu hóparnir verið bólusettir og margir spyrja sig hvort markmiðið sé enn að hlífa heilbrigðiskerfinu við of miklu álagi eða hvort markmiðið sé að enginn megi smitast af Covid-veirunni?

Sigríður Á. Andersen er einn fárra þingmanna sem hefur verið gagnrýnin á ýmislegt í aðgerðum sóttvarnayfirvalda og hefur bent á að stundum hefur lagastoðina skort. Sigríður kallar eftir auknum skýrleika í aðgerðunum og að markmið verði betur skilgreind eftir því sem fleiri eru bólusettir.