Hagkvæmni og ráðdeild er leiðarljósið

Guðlaugur Þór Þórðarson, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra:

Sjálfsagt hef­ur mörg­um svelgst á morgunkaff­inu þegar þeir lásu fyr­ir­sögn frétt­ar á vef Rík­is­út­varps­ins fyrr í mánuðinum: „Kaupa nýj­an sendi­herra­bú­stað fyr­ir 616 millj­ón­ir“. Af fyr­ir­sögn­inni mátti ráða að verið væri að verja skatt­fé í hí­býli und­ir sendi­herra fyr­ir hálf­an millj­arð á tím­um sam­drátt­ar í þjóðfé­lag­inu. Lesa þarf sjálfa frétt­ina til að sjá að verið er að selja eldri og stærri fast­eign sem þarfn­ast viðhalds og kaupa aðra ódýr­ari, nýrri og hent­ugri – segja má að við séum að selja gaml­an jeppa fyr­ir spar­neyt­inn raf­bíl á lægra verði. Þótt fyr­ir­sögn­in sé þannig að sönnu vill­andi gef­ur hún okk­ur um leið til­efni til að árétta þá ráðdeild sem rík­ir í ut­an­rík­isþjón­ust­unni.

Útgjöld­in hafa dreg­ist sam­an

Ut­an­rík­isþjón­ust­an eins og ann­ar op­in­ber rekst­ur hef­ur haft að leiðarljósi aukna hag­kvæmni án þess að það komi niður á mögu­leik­um til þess að sinna lög­bundn­um verk­efn­um. Á þessu tíma­bili höf­um við í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu lagt mikla áherslu á aðhald og ráðdeild í rekstri. Ef út­gjöld síðastliðins árs eru bor­in sam­an við út­gjöld ráðuneyt­is­ins eins og þau voru árið 2007 er ut­an­rík­is­ráðuneytið annað tveggja ráðuneyta þar sem út­gjöld hafa dreg­ist sam­an að raun­gildi frá því sem var fyr­ir síðasta efna­hags­hrun.

Á sama tíma hef­ur ut­an­rík­isþjón­ust­an tek­ist á hend­ur auk­in verk­efni, að veru­legu leyti með því að for­gangsraða og með aðhaldi á öðrum sviðum. Þannig hef­ur mun meiri áhersla verið lögð t.a.m. á varn­ar­mál og þró­un­ar­sam­vinnu.

Þá hef­ur fjöldi og staðsetn­ing sendiskrif­stofa verið end­ur­met­inn. Frá hruni hef­ur sjö sendiskrif­stof­um verið lokað en þrjár nýj­ar opnaðar. Sendi­herr­um hef­ur fækkað úr 42 þegar mest var og voru 36 frá í árs­lok 2019. Eng­inn hef­ur verið skipaður sendi­herra í minni tíð sem ut­an­rík­is­ráðherra. Ný­samþykkt lög um ut­an­rík­isþjón­ust­una þýða að mörg ár eiga eft­ir að líða þar til nýir verða ævi­ráðnir eins og áður tíðkaðist, hins veg­ar hef­ur sveigj­an­leik­inn verið auk­inn með heim­ild til að setja fólk tíma­bundið í embætti sendi­herra meðan það gegn­ir starfi for­stöðumanns sendiskrif­stofu. Loks hef­ur fólki sem sent er héðan til starfa í sendiskrif­stof­um er­lend­is fækkað um fimmt­ung á ár­un­um 2008-2018 og starfs­fólki á aðalskrif­stofu ráðuneyt­is­ins fækkað um 30 frá því sem mest var við lok aðild­ar­viðræðna við ESB.

Hús­næði í sam­ræmi við þarf­ir

Sendi­herra­bú­staður­inn í Washingt­on er ekki eina dæmið um aðgerðir í hús­næðismál­um sem ráðist hef­ur verið í til þess að auka hag­kvæmni í rekstri. Þessi mál eru í sí­felldri skoðun og út­gangspunkt­ur­inn er að hús­næði sé í sam­ræmi við þarf­ir á hverj­um tíma. Fast­eign­ir hafa víðar verið seld­ar fyr­ir aðrar ódýr­ara eða samið um hag­stæðari leigu. Ávallt er leit­ast við að sam­nýta hús­næði með öðrum Norður­landaþjóðum ef þess er kost­ur. Þá eru hús­næðismál aðalskrif­stofu ráðuneyt­is­ins til skoðunar og er stefnt að því að koma því þannig fyr­ir að ráðuneytið og Íslands­stofa geti deilt hús­næði og þannig stutt við áform um aukna sam­vinnu og hag­kvæmni.

Og enn um Íslands­stofu. Lög­in sem sett voru 2019 með það að mark­miði að auka sam­starf henn­ar og ráðuneyt­is­ins um markaðs- og kynn­ing­ar­mál er­lend­is í þágu ís­lensks at­vinnu­lífs hafa í för með sér sam­legð sem bæði efl­ir þjón­ustu og eyk­ur skil­virkni. Þá er sam­ein­ing Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar og aðalskrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins frá 2016 að fullu kom­in til fram­kvæmda en mark­miðið var að ná fram betri nýt­ingu á mannauði, þekk­ingu og fjár­mun­um.

Ráðdeild­in rík­ir

Of langt mál yrði að gera grein fyr­ir öllu sem gert hef­ur verið til þess að auka skil­virkni og hag­kvæmni ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar á und­an­förn­um árum en 150 aðgerðir sem kynn­ar voru í skýrsl­unni „Ut­an­rík­isþjón­usta til framtíðar“ og miðuðu að því að ná fram hagræðingu og bætt­um rekstri ráðuneyt­is­ins hafa nú all­ar verið inn­leidd­ar.

Mik­il­vægt er að áfram verði hugað að því að skipu­lag og fram­kvæmd ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar end­ur­spegli ráðdeild í rekstri, sé í sam­ræmi við áhersl­ur og hags­muni Íslands á hverj­um tíma og búi yfir sveigj­an­leika til þess að bregðast við óvænt­um at­b­urðum. Þannig þjón­um við hags­mun­um bæði at­vinnu­lífs og borg­ar­anna sem allra best.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. mars 2021.