Gegn tvöföldu kerfi

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Hug­mynda­fræðin að baki lög­um um sjúkra­trygg­ing­ar er skýr; „að tryggja sjúkra­tryggðum aðstoð til vernd­ar heil­brigði og jafn­an aðgang að heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag,“ eins og seg­ir í fyrstu grein lag­anna. Mark­miðið er „að stuðla að rekstr­ar- og þjóðhags­legri hag­kvæmni heil­brigðisþjón­ustu og há­marks­gæðum henn­ar“ og um leið „að styrkja hlut­verk rík­is­ins sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu og kostnaðargreina heil­brigðisþjón­ust­una“.

Í ein­fald­leika sín­um á skipu­lag heil­brigðisþjón­ust­unn­ar að taka mið af hags­mun­um hinna sjúkra­tryggðu (okk­ar allra) en ekki kerf­is­ins og gera á allt til að standa vörð um rétt­indi þeirra.

Þegar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son mælti sem heil­brigðisráðherra fyr­ir frum­varpi sem síðar var samþykkt sem lög um sjúkra­trygg­ing­ar árið 2008 benti hann á að til­gang­ur­inn væri „í fyrsta lagi að mæla fyr­ir með skýr­um hætti um rétt­indi ein­stak­linga á Íslandi til að njóta sjúkra­trygg­inga og þar með til heil­brigðisþjón­ustu sem greiðist úr rík­is­sjóði. Í öðru lagi er til­gang­ur frum­varps­ins að kveða á um hvernig staðið skuli að samn­ing­um, kaup­um og greiðslum hins op­in­bera fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu.“

Sjúkra­tryggðir í for­gang

Orðrétt sagði ráðherr­ann:

„Stefnt er að því að ná mark­miði rík­is­stjórn­ar­inn­ar um blandaða fjár­mögn­un, þ.e. að auk fastra greiðslna til stofn­ana skuli fjár­magn fylgja sjúk­ling­um og að greiðslur rík­is­ins til veit­enda heil­brigðisþjón­ustu séu þannig tengd­ar við þörf og fjölda verka. Mark­mið með frum­varp­inu er að tryggja sjúkra­tryggðum aðgang að full­komn­ustu heil­brigðisþjón­ustu og aðstoð sem á hverj­um tíma eru tök á að veita og að all­ir sjúkra­tryggðir njóti um­sam­inn­ar þjón­ustu, óháð efna­hag. Þá er það mark­mið frum­varps­ins að tryggja há­marks­gæði í heil­brigðisþjón­ustu eft­ir því sem frek­ast er unnt á hverj­um tíma, í sam­ræmi við lög um heil­brigðisþjón­ustu, lög um rétt­indi sjúk­linga og önn­ur lög eft­ir því sem við á, en jafn­framt stuðla að rekstr­ar­legri og þjóðhags­legri hag­kvæmni þjón­ust­unn­ar til lengri og skemmri tíma. Gert er ráð fyr­ir því að þess­um mark­miðum megi ná með því að styrkja hlut­verk rík­is­ins sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu og að það verði gert með því að kostnaðargreina þjón­ust­una, ásamt því að byggja upp meiri þekk­ingu og beita fag­leg­um aðferðum sem sér­stak­lega miðast við samn­inga­gerð um kaup á heil­brigðisþjón­ustu og stjórn­un slíkra samn­inga.“

Í umræðum fagnaði Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, frum­varp­inu og sagði það tryggja að fjár­magn fylgi sjúk­lingn­um: „Það hlýt­ur að vera fagnaðarefni allra sem vilja setja sjúk­ling­ana í for­gang. Og það er hugs­un­in á bak við þetta frum­varp, herra for­seti. Mark­miðið um betra heil­brigðis­kerfi fyr­ir alla ætti því að nást enn bet­ur með því skrefi sem þetta frum­varp get­ur um.“

Inn­byggð tregða kerf­is­ins

Eft­ir því sem þjóðin eld­ist mun­um við þurfa að auka út­gjöld til heil­brigðismála. Ekki síst þess vegna er mik­il­vægt að fjár­mun­ir séu nýtt­ir með skyn­sam­leg­um hætti og þar skipt­ir skipu­lagið mestu. Ég hef áður haldið því fram að inn­an kerf­is­ins sé inn­gró­in tregða til að nýta kosti einkafram­taks­ins, auka val­mögu­leika al­menn­ings og stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu fjár­muna. Vegna þessa hef­ur aldrei tek­ist fylli­lega að virkja lög­in um sjúkra­trygg­ing­ar – ná mark­miðum þeirra um öfl­uga þjón­ustu við sjúkra­tryggða, ná rekstr­ar­hag­kvæmni og styrkja ríkið sem kaup­anda að heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir hönd lands­manna. Þessi inn­byggða tregða hef­ur auk­ist á síðustu árum. Af­leiðing­in er veik­ari og verri þjón­usta.

Að óbreyttri stefnu fest­ist ís­lensk heil­brigðisþjón­usta í sjálf­heldu fá­breyti­leika, auk­inna út­gjalda, verri þjón­ustu, biðlista og lak­ari starfs­mögu­leika heil­brigðis­stétta. Með því að vinna gegn samþætt­ingu og sam­vinnu op­in­bers rekstr­ar og einka­rekstr­ar með áherslu á rík­is­rekstr­ar­væðingu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar verður til jarðveg­ur fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi og einka­rekn­ar sjúkra­trygg­ing­ar.

Óskil­getið af­kvæmi rík­i­s­væðing­ar stærsta hluta heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er tvö­falt kerfi. Í nafni jöfnuðar vilja and­stæðing­ar einka­rekstr­ar frem­ur lengja biðlista en nýta kosti einkafram­taks­ins. Af­leiðing­in er hins veg­ar aukið mis­rétti. Hinir efna­meiri kaupa ein­fald­lega þjón­ustu beint hér á landi eða í öðrum lönd­um. Við hin, sem öll erum þó sjúkra­tryggð, þurf­um að sætta okk­ur við að bíða mánuðum og miss­er­um sam­an eft­ir nauðsyn­legri þjón­ustu og höf­um lítið sem ekk­ert val um hana.

Með þessu er þjón­usta við lands­menn tak­mörkuð – val­frelsið er skert. Gagn­sæi kostnaðar hverf­ur og „kostnaðaraðhaldið“ verður í formi biðlista. Sam­fé­lagið allt greiðir reikn­ing­inn í formi hærri kostnaðar og minni lífs­gæða. Allt geng­ur þetta gegn skýr­um mark­miðum laga um sjúkra­trygg­ing­ar.

Ólíkt rík­is­rekstr­ar­sinn­um hef ég verið sann­færður um að verk­efni stjórn­mála­manna sé ekki að leggja steina í göt­ur einkafram­taks­ins, held­ur að virkja það öll­um til hags­bóta. Val­frelsi um heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag á að vera mark­miðið og með því eykst aðhaldið og stuðlað er að hag­kvæm­ari nýt­ingu fjár­muna. Um leið viður­kenn­um við sem sam­fé­lag hið aug­ljósa; lækn­is­fræðin og heil­brigðis­vís­ind­in öll eru þekk­ing­ariðnaður og reist á hæfi­leika­ríku og vel menntuðu starfs­fólki. Þannig vinn­um við gegn því að tvö­falt heil­brigðis­kerfi verði til með til­heyr­andi ójöfnuði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. mars 2021.