Hvorki bætur né endurupptaka

Yf­ir­rétt­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu hef­ur í dag staðfest fyrri niður­stöðu dóm­stóls­ins í Landsrétt­ar­mál­inu svokallaða um að brotið hafi verið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu við skipan dómara í Landsrétt.

Í viðtali við visir.is benti Sigríður Á. Andersen fyrrum dómsmálaráðherra á að það væri sérstaklega tekið fram í dómnum að niðurstaðan leiddi ekki til þess að íslenska ríkið verði skuldbundið samkvæmt samningnum til að endurupptaka alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti. Jafnframt að ekki hafi verið dæmdar bætur í málinu.

Sigríður sagði niðurstöðu dómsins benda til þess sem hún hafi áður sagt að sé meira í ætt við pólitíkskt at fremur en lögfræði. „Og svo sannarlega ekki í samræmi við íslenska lögfræði,“ sagði hún.

Í samtali við mbl.is sagði hún dómstólinn líta algjörlega framhjá seinni tíma niðurstöðu Hæstaréttar frá því í maí 2018 þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að „þeir annmark­ar sem Hæstirétt­ur hafði áður kom­ist að hefðu verið í aðdrag­anda skip­un­ar­inn­ar – þeir hefðu ekki leitt til þess að skip­un­in sjálf væri ólög­mæt.“

Hún segir það að MDE hafni þessari niðurstöðu alfarið sé á skjön við íslenskt réttarfar og stjórnskipan. Hún bend­ir á að svo virðist sem dóm­stóll­inn vilji ekki að dóm­ur­inn hafi nein­ar raun­veru­leg­ar af­leiðing­ar. „MDE ætl­ast greini­lega ekki til þess að menn geri nokk­urn skapaðan hlut með þetta,“ seg­ir hún.

Skapar ekki réttaróvissu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir í viðtali við visir.is að dómur MDE skapi ekki óvissu á störf Landsréttar né að uppi sé réttaróvissa. Hún segir vinnu framundan við að skoða dóminn betur til að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans.

Í viðtali við RÚV segir Áslaug Arna niðurstöður MDE ekki hafa sjálfkrafa bein áhrif hér á landi.

„Við tökum þessa niðurstöðu að sjálfsögðu alvarlega enda erum við aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu og dómarnir hafa haft mikil áhrif á þróun íslensks réttar þó þeir haggi ekki sjálfkrafa úrlausnum eða túlkun íslenskra dómstóla á lögum. Við búum í réttarríki þar sem engin vafi má ríkja um sjálfstæði dómstóla og almenningur verður að geta borið fullt traust til starfsemi þeirra,“ sagði Áslaug Arna.

Hér má finna upplýsingar um dóminn á vef dómsmálaráðuneytisins.