Óli Björn

Að lama eða örva verðmætasköpun

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Með aðgerðum, og á stund­um aðgerðal­eysi, geta stjórn­völd ým­ist örvað verðmæta­sköp­un efna­hags­lífs­ins eða dregið veru­lega úr henni, jafn­vel lamað. Eng­inn stjórn­mála­maður er til­bú­inn til að viður­kenna að hann vilji draga úr verðmæta­sköp­un. Flest­ir ef ekki all­ir segj­ast leggja áherslu á að auka það sem er til skipt­anna, nýta auðlegð til að styrkja sam­fé­lagið, byggja upp innviði og bæta lífs­kjör al­menn­ings.

Hér verður ekki farið út í ólíka sýn um hvernig mark­miðinu um bætt lífs­kjör verður best náð. Ágrein­ing­ur­inn er og verður alltaf til staðar. Tek­ist er á um verksvið hins op­in­bera, auk­in eða minni út­gjöld rík­is­ins, meðferð al­manna­fjár, fjölg­un eða fækk­un starfs­manna rík­is og sveit­ar­fé­laga, hærri eða lægri skatta. Oft leiðir ágrein­ing­ur­inn til þess að menn missa sjón­ar á verk­efn­inu sjálfu og fest­ast í enda­lausri þrætu um hvernig eigi að skipta þjóðar­kök­unni í stað þess að beina kröft­um sín­um í að baka stærri köku.

Ekki án kostnaðar

Von­andi ger­um við okk­ur öll hins veg­ar grein fyr­ir því að ekk­ert sam­fé­lag – skipt­ir engu hversu öfl­ugt efna­hags­lífið er – fær staðist til lengri tíma ef komið er í veg fyr­ir efna­hags­lega starf­semi borg­ar­anna – sköp­un verðmæta. Engu að síður höf­um við tekið þá ákvörðun í bar­áttu við hættu­lega veiru að draga úr verðmæta­sköp­un – lama hluta viðskipta­lífs­ins. Slíkt hef­ur verið talið rétt­læt­an­legt í varn­ar­bar­áttu þar sem líf og heilsa al­menn­ings er aðal­atriðið.

En bar­átt­an er ekki án kostnaðar. Hluti kostnaðar­ins er dul­inn, verður illa met­inn og kem­ur ekki fram fyrr en síðar. Við eig­um erfitt með að átta okk­ur á hvaða áhrif veirufar­ald­ur­inn og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar hans hafa á geðheil­brigði þjóðar­inn­ar. Ákvörðun um að fresta svo­kölluðum val­kvæðum aðgerðum á sjúkra­hús­um er ekki án kostnaðar fyr­ir sam­fé­lagið og viðkom­andi ein­stak­ling. Lok­un lík­ams­rækt­ar­stöðva og skert starf­semi íþrótta­fé­laga hef­ur nei­kvæð áhrif á lík­am­legt og and­legt heil­brigði. Sú ákvörðun að nýta ekki krafta einkafram­taks­ins í heil­brigðis­kerf­inu á sama tíma og Land­spít­al­inn ber hit­ann og þung­ann af því að sinna þeim sem veikj­ast í far­aldr­in­um, er ekki aðeins óskilj­an­leg held­ur kostnaðar­söm. Sá kostnaður er ekki aðeins beinn held­ur ekki síður óbeinn í formi verri heil­brigðisþjón­ustu við þá sem þurfa á henni að halda. Lífs­gæði þeirra minnka og það leiðir að lík­ind­um til auk­ins kostnaðar í framtíðinni. Fórn­ar­kostnaður­inn er marg­vís­leg­ur og borg­ara­leg rétt­indi eru í húfi.

Dregið úr bol­magni sam­fé­lags­ins

Eft­ir því sem tím­inn líður verður mik­il­væg­ara að stjórn­völd vegi og meti bein­an og óbein­an kostnað sem fylg­ir varn­araðgerðum gegn kór­ónu­veirunni. Sá kostnaður verður ekki aðeins mæld­ur í formi rúm­lega 500 millj­arða halla á rík­is­sjóði, né í þeim kostnaði sem viðskipta­lífið verður fyr­ir eða áður­nefnd­um duld­um kostnaði. Með því að veikja viðskipta­hag­kerfið með tak­mörk­un­um á at­hafna­frelsi er verið að draga úr bol­magni okk­ar sem sam­fé­lags að kom­ast fljótt og vel út úr efna­hags­leg­um þreng­ing­um þegar birt­ir til.

Í apríl síðastliðnum skrifaði ég meðal ann­ars hér á síður Morg­un­blaðsins:

„Eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda er að verja fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins. Koma í veg fyr­ir að tíma­bundið fall í eft­ir­spurn vegna heims­far­ald­urs verði til þess að innviðir viðskipta­hag­kerf­is­ins molni og verði að engu. Bygg­ing­ar, tæki, tól, fjár­magn en ekki síst hug­vit og þekk­ing starfs­manna eru for­send­ur verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu. Án verðmæta­sköp­un­ar lam­ast heil­brigðis­kerfið. Vel­ferðar- og mennta­kerfi verður aðeins fjar­læg­ur draum­ur. Verðmæta­sköp­un stend­ur und­ir lífs­kjör­um þjóða.

Hvernig tekst til við að verja fram­leiðslu­get­una ræður úr­slit­um um hversu fljótt og vel okk­ur Íslend­ing­um tekst að vinna okk­ur upp úr djúp­um efna­hags­leg­um öldu­dal.“

Þyngri byrðar á suma

Við sem sam­fé­lag höf­um lagt þyngri byrgðar á herðar ákveðinna hópa sam­fé­lags­ins en aðra. Eig­end­ur og starfs­menn öld­ur­húsa og veit­ingastaða hafa þurft að sæta því að loka starf­semi að fullu eða að stór­um hluta. Hár­greiðslu- og rak­ara­stof­ur einnig, kvik­mynda- og sam­komu­hús­um og ým­issi þjón­ustu, ekki síst á sviði heil­brigðisþjón­ustu, hef­ur verið skellt í lás í lengri eða skemmri tíma eða svo viðamikl­ar tak­mark­an­ir sett­ar á starf­sem­ina að hún get­ur aldrei staðið und­ir sér. Lista­menn hafa ekki farið var­hluta af skertu at­hafna­frelsi.

Það er því eðli­legt og sann­gjarnt að komið sé til móts við þá sem í nafni al­manna­heilla hef­ur verið gert að draga veru­lega úr starf­semi sinni eða hætta henni tíma­bundið. Þetta hef­ur verið gert að hluta. Með tveim­ur frum­vörp­um fjár­málaráðherra um styrki fyr­ir ein­yrkja og ör­fyr­ir­tæki og lok­un­ar­styrki til fyr­ir­tækja er tekið stærra skref en áður til að jafn byrðarn­ar ör­lítið meira. Frum­vörp­in eru til meðferðar í efna­hags- og viðskipta­nefnd þings­ins. Þau taka að lík­ind­um ein­hverj­um breyt­ing­um með hliðsjón af ábend­ing­um sem fram hafa komið, ekki síst til að koma til móts við þau fyr­ir­tæki sem hafa sætt veru­leg­um tak­mörk­un­um en hef­ur ekki verið gert að skella öllu í lás. Von­andi ber Alþingi gæfu til að af­greiða bæði frum­vörp­in fyr­ir lok kom­andi viku.

Aðgerðir af þessu tagi eru ekki aðeins til að dreifa byrðunum (að hluta) held­ur ekki síður til að verja fram­leiðslu­getu viðskipta­hags­kerf­is­ins. Tryggja innviðina, hug­vitið, þekk­ing­una og fram­taksþrótt­inn. Öflugt viðskipta­hag­kerfi er for­senda lífs­kjara – þar verða verðmæt­in til. Þessi ein­földu sann­indi verða aldrei ljós­ari en þegar tek­ist er á við efna­hags­leg­ar þreng­ing­ar og bar­ist er við skæða veiru. Til lengri tíma litið get­ur varn­ar­bar­átt­an ekki fal­ist í því að lama verðmæta­sköp­un­ina held­ur örva hana og tryggja þannig fjár­hags­leg­an styrk til að tak­ast á við verk­efn­in, jafnt í vörn og sókn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. október 2020.