Vernd gegn umsátri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Á und­an­förn­um árum hafa komið upp fjöl­mörg mál þar sem ein­stak­ling­ar hafa verið beitt­ir of­beldi, sætt of­sókn­um eða hót­un­um og í fram­haldi óskað eft­ir nálg­un­ar­banni á þann sem of­beld­inu beit­ir. Um sum þess­ara mála hef­ur verið fjallað í fjöl­miðlum en þau eru þó tals­vert fleiri en fólk ger­ir sér al­mennt grein fyr­ir.

Nálg­un­ar­bannið er ráðstöf­un en ekki eig­in­leg refs­ing og erfitt hef­ur reynst að fella fjöl­breytta hátt­semi und­ir ákveðin hegn­ing­ar­laga­brot. Fram til þessa hef­ur úrræðið því ekki veitt þolend­um of­beld­is nægi­lega vernd fyr­ir sí­end­ur­tekn­um friðhelg­is­brot­um eða of­sókn­um sem skert hef­ur frelsi þess sem fyr­ir of­beld­inu verður.

Til að styrkja þessa vernd er mik­il­vægt að lög­festa sér­stakt refsi­á­kvæði. Ég hef lagt fram frum­varp um „umsát­ur­seinelti“ (e. stalk­ing) sem ég tel mik­il­vægt til að veita ein­stak­ling­um þá vernd sem þeir þurfa og þá friðhelgi sem þeir eiga rétt á. Með frum­varp­inu er lagt til að nýrri laga­grein verði bætt við al­menn hegn­ing­ar­lög sem geri það refsi­vert að hóta, fylgj­ast með, setja sig í sam­band við eða með öðrum sam­bæri­leg­um hætti sitja um ann­an ein­stak­ling ef hátt­sem­in er end­ur­tek­in og til þess fall­in að valda ótta eða kvíða. Lagt er til að brot gegn ákvæðinu varði sekt­um eða fang­elsi allt að fjór­um árum.

Með þessu nýja ákvæði erum við að stíga mik­il­vægt skref í auk­inni rétt­ar­vernd þeirra sem verða fyr­ir of­beldi. Ákvæðið kem­ur til viðbót­ar ákvæðum um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili og er sam­bæri­legt ákvæði í hegn­ing­ar­lög­um flestra Norður­landaþjóðanna.

Eft­ir að Ísland gerðist aðili að Ist­an­búl-samn­ingi Evr­ópuráðsins um for­varn­ir og bar­áttu gegn of­beldi gegn kon­um og á heim­il­um voru árið 2016 gerðar breyt­ing­ar á ís­lensk­um hegn­ing­ar­lög­um til að tryggja að ís­lensk refsi­lög­gjöf upp­fyllti ákvæði samn­ings­ins. Þá var ekki tal­in þörf á refsi­á­kvæði um umsát­ur­seinelti en af dóma­fram­kvæmd og reynslu er ljóst að nú­ver­andi rammi lag­anna nær ekki nægj­an­lega vel utan um þessa hátt­semi sem á gróf­an hátt skerðir frelsi og friðhelgi annarra.

Í frum­varp­inu eru al­geng­ustu aðferðir sem beitt er við umsát­ur­seinelti tald­ar upp. Sú upp­taln­ing er þó ekki tæm­andi og aðrar aðferðir sem eru til þess falln­ar að valda öðrum hræðslu eða kvíða falla einnig und­ir ákvæðið. Ákvæðið ger­ir eng­ar kröf­ur til tengsla ger­anda og þolanda enda get­ur umsát­ur­seinelti bæði beinst að ein­hverj­um sem ger­andi þekk­ir vel sem og bláókunn­ug­um.

Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi að ein­stak­ling­um sé tryggður sá rétt­ur í lög­um að ganga um í sam­fé­lag­inu óáreitt­ir. Með ákvæðinu treyst­um við þann rétt okk­ar allra og stíg­um mik­il­vægt skref í átt að auk­inni rétt­ar­vernd þeirra sem verða fyr­ir of­beldi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. október 2020.