Baráttan við veiruna heldur áfram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Rík­is­stjórn­ir víða um heim hafa á und­an­för­um vik­um og mánuðum sett á ferðatak­mark­an­ir, sam­komu­bann og á ein­staka stöðum út­göngu­bann. Slík­ar ákv­arðanir um að tak­marka frelsi ein­stak­linga á aldrei að taka af léttúð. Í mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er gert ráð fyr­ir heim­ild rík­is­valds­ins til að setja skorður við frelsi ein­stak­linga og þá ein­vörðungu þegar al­manna­hags­mun­ir krefjast þess.

Þrátt fyr­ir fram­an­greind­ar heim­ild­ir er ljóst að þær eru vandmeðfarn­ar og stjórn­völd­um eru sett­ar ákveðnar skorður. Aðgerðir verða að eiga sér stoð í lög­um, þær eiga ekki að ganga lengra en til­efni er til og vara ekki leng­ur en nauðsyn kref­ur. Þetta er mik­il­vægt. Á tím­um Covid-19-far­ald­urs­ins er til dæm­is nauðsyn­legt að eng­ar tak­mark­an­ir séu sett­ar á tján­ing­ar­frelsi. Við þurf­um alltaf að virða rétt­inn til skoðana­skipta, ekki aðeins meðal lækna eða annarra sér­fræðinga held­ur rétt alls al­menn­ings til að tjá mis­mun­andi sjón­ar­mið og rök­ræða um ráðstaf­an­ir stjórn­valda.

Skjót viðbrögð hér á landi í upp­hafi far­ald­urs­ins leiddu til þess að ekki þurfti að grípa til jafn harðra ráðstaf­ana og aðrar þjóðir hafa neyðst til að gera. Þjóðin stóð sam­an og all­ir lögðu sitt af mörk­um til að halda fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í skefj­um. Þegar ný bylgja fór af stað í lok júlí var ákveðið að herða til muna aðgerðir á landa­mær­um. Sú ákvörðun var held­ur ekki tek­in af léttúð enda ljóst að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn kem­ur harka­lega niður á efna­hags­lífi lands­ins, þá sér­stak­lega ferðaþjón­ust­unni. Eðli máls­ins sam­kvæmt gæt­ir óþreyju og spurt er hvort of langt hafi verið gengið þar sem ljóst er að veir­an mun halda áfram að skjóta upp koll­in­um þrátt fyr­ir þess­ar hertu aðgerðir á landa­mær­un­um.

Mark­mið okk­ar er óbreytt; að halda kúrf­unni niðri og vernda þá sem eru í áhættu­hóp­um. Þá þarf að taka ákv­arðanir sem miða að því að verja rétt fólks til ör­ygg­is og heilsu. Sam­hliða þarf þó að vega efna­hags­lega þætti og gæta meðal­hófs. Með öðrum orðum: Það þarf að meta af­leiðing­ar tak­mark­ana á líf og heilsu al­menn­ings og hag­kerfið í sam­an­b­urði við bein­ar af­leiðing­ar veirunn­ar.

Ákvarðanir stjórn­valda hafa hvílt á mati á heilsu og heild­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar. Í því mati þarf ekki síst að horfa til efna­hags­legra þátta sem og fé­lags­legra. Það er stund­um sagt að lækn­ing­in megi aldrei verða verri en sjúk­dóm­ur­inn sjálf­ur. Það á ekki síður við nú. Í ástandi þar sem for­send­ur og veru­leiki breyt­ast frá viku til viku þurfa stjórn­völd þó að vera til­bú­in til að end­ur­skoða ákv­arðanir ef gild rök liggja að baki þeim. Við höf­um fram að þessu hugsað í lausn­um og við mun­um halda því áfram í þessu ferli.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. september 2020.