(Ál)iðnaður, ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Umræðan í þingsal um mik­il­vægi álfram­leiðslu fyr­ir ís­lenskt at­vinnu- og efna­hags­líf hef­ur verið mjög tak­mörkuð og end­ur­spegl­ast oft á tíðum af ósann­girni. Það er þó staðreynd, hvort sem mönn­um lík­ar bet­ur eða verr, að stóriðjan á Íslandi og raf­orku­fram­leiðsla hef­ur byggt mik­il­væg­an grunn und­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Sem dæmi má nefna mik­il­vægi álfram­leiðslunn­ar í fram­haldi af banka­hrun­inu þar sem gjald­eyris­tekj­ur af álfram­leiðslu ásamt vexti í ferðaþjón­ustu kom okk­ur Íslend­ing­um á undra­skömm­um tíma út úr erfiðri kreppu.

Afurðir fyr­ir 214 millj­arða króna

Heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur vegna vöru- og þjón­ustu­viðskipta voru um 1.344 millj­arðar á síðasta ári. Á síðasta ári fluttu ís­lensku ál­ver­in út afurðir fyr­ir 214 millj­arða kr. og stærsti markaður ál­ver­anna er Evr­ópa. Inn­flutn­ing­ur­inn á Evr­ópu­markað frá lönd­um utan markaðar­ins er toll­skyld­ur upp að 4-7% en sök­um aðild­ar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyr­ir inn­an tollamúr­ana. Á síðasta ári var árs­fram­leiðslan í heim­in­um rétt yfir 70 millj­ón­ir tonna. Yfir helm­ing­ur allr­ar álfram­leiðslu í heim­in­um í dag fer fram í Kína. Kín­verj­ar fram­leiddu rétt rúm­lega 35 millj­ón­ir tonna árið 2019 eða um 50% heims­fram­leiðslunn­ar. Í því sam­hengi er rétt að benda á að um alda­mót­in síðustu var hlut­deild Kína ekki í neinni lík­ingu við það sem við sjá­um í dag. Álfram­leiðslan á Íslandi er í dag um 16% af heild­ar­út­flutn­ings­tekj­um þjóðar­inn­ar, eins og við þekkj­um síðustu árin, og kostnaður ál­vera á Íslandi í fyrra nam um 91 millj­arði inn­an lands. Það eru bein­h­arðar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir ís­lenskt þjóðarbú. Sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar álfram­leiðslu snýr því einna helst að tveim­ur þátt­um, ann­ars veg­ar að því að Ísland er aðili að Evr­ópska efna­hags­svæðinu og hins veg­ar að aðgengi að grænni raf­orku á hag­stæðum kjör­um.

Fram­leiðsla í erfiðleik­um sem öll­um er sama um?

Í umræðunni, eins og vill oft ger­ast þegar um orku­sæk­inn iðnað er að ræða, gleym­ist að huga að því að á bak við fram­leiðsluna er fólk sem dreg­ur lífsviður­væri sitt af því að starfa þar. Árið 2019 voru tæp­lega 1.500 manns sem störfuðu í ál­ver­um. Þá voru stöðugildi verk­taka inn­an ál­vera 435 og starfs­menn í stóriðju­skóla 105. Fram­leiðsla á áli á þó und­ir högg að sækja um þess­ar mund­ir og ís­lensk­ur áliðnaður hef­ur sjald­an staðið frammi fyr­ir jafn krefj­andi markaðsaðstæðum. Má það rekja m.a. til kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem end­ur­spegl­ast í minnk­andi eft­ir­spurn og upp­söfn­un mik­illa birgða. Það er auðvitað ljóst að Ísland verður af mikl­um gjald­eyris­tekj­um þegar PCC hef­ur tíma­bundið hætt starf­semi og stóriðju­fyr­ir­tæki eins og ISAL starfar ekki á full­um af­köst­um. Verk­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir hlýt­ur þar af leiðandi að fel­ast í því að treysta sam­keppn­is­stöðu ís­lensks áliðnaðar. Ég vil því taka und­ir orð fjár­málaráðherra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, um að það er orðið löngu tíma­bært að fara fram á það í þeirri Evr­ópu­sam­vinnu sem Ísland er þátt­tak­andi í að staðinn verði vörður um iðnaðar­vöru inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, sem aug­ljós­lega fer fram með mun um­hverf­i­s­vænni hætti en sú fram­leiðsla sem seld er inn á svæðið. Okk­ar verk­efni er að tryggja orku­sækn­um iðnaði hér á landi sjálf­bær­ar rekstr­ar­for­send­ur. Ég mun því á nýju lög­gjaf­arþingi þegar það kem­ur sam­an 1. októ­ber nk. leggja fram skýrslu­beiðni til ut­an­rík­is­ráðherra þar sem óskað verður um­fjöll­un­ar um stöðu ís­lenskr­ar álfram­leiðslu á Íslandi gagn­vart EES-samn­ingn­um, auk um­fjöll­un­ar um fram­leiðslu og sölu á um­hverf­i­s­vænni iðnaðar­vör­um inn­an evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. september 2020.