Heildarskuldir Reykjavíkur

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar í borg­ar­stjórn og formaður borg­ar­ráðs, skrif­ar grein und­ir heit­inu „Reykja­vík stend­ur vel“. Kem­ur þessi fyr­ir­sögn nokkuð á óvart þar sem borg­in hef­ur ný­lega óskað eft­ir neyðarstuðningi frá rík­inu upp á millj­arðatugi vegna fjár­hags­vanda. Máli sínu til stuðnings ber odd­vit­inn sam­an svo­nefnt skulda­hlut­fall A-hluta borg­ar­inn­ar við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in. Það seg­ir þó aðeins litla sögu. Það er rétt­ara að horfa á heild­ar­mynd­ina. Þegar litið er til heild­ar­skulda og heild­ar­tekna er skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borg­ar það lang­hæsta á höfuðborg­ar­svæðinu.

Skautað fram hjá skuld­bind­ing­um

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir skaut­ar ein­fald­lega fram hjá summ­unni. Sam­stæða borg­ar­inn­ar skuld­ar yfir þrjú hundruð millj­arða og er eina sveit­ar­fé­lagið, sem skuld­ar yfir 150% af tekj­um, á höfuðborg­ar­svæðinu. Það að velja A-hlut­ann ein­göngu er vilj­andi gert. Skautað fram hjá meira en tvö hundruð millj­arða skuld­um sem eru meðal ann­ars vegna fé­lags­legs hús­næðis borg­ar­inn­ar sem eru geymd í hluta­fé­lag­inu Fé­lags­bú­staðir sem skuld­ar meira en 45 millj­arða eitt og sér. Það er því mik­il ein­föld­un að ein­blína á A-hlut­ann. Sér­stak­lega þar sem A-hlut­inn er í sér­takri og beinni ábyrgð fyr­ir stór­an hluta skulda B-hluta­fé­lag­anna. Reyn­ar meira en eitt hundrað millj­arða króna ábyrgð sem ekki eru í súlu­rit­inu sem Þór­dís Lóa valdi í grein sína. Það er því ekki úr vegi að skoða heild­ina þar sem þetta verður ekki sund­ur skilið. Heild­ar­mynd­in er skýr: Sam­stæða Reykja­vík­ur­borg­ar skuld­ar meira en 150% árs­tekj­ur sín­ar. Meðaltal hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu er 95%.

Eitt er gert og annað sagt

Og svo er það þetta: Hvað hef­ur verið gert frá kosn­ing­um? Meiri­hlut­inn hef­ur staðið fyr­ir stór­felld­um skulda­hækk­un­um í góðæri þar sem skuld­ir hafa hækkað um meira en millj­arð á mánuði. Skuld­ir hækkuðu um meira en 20 millj­arða á síðasta ári einu sam­an. Það var í góðæri og þvert á „meiri­hluta­sátt­mál­ann“ þar sem seg­ir: „Borg­in skal rek­in með ábyrg­um og sjálf­bær­um hætti. Skuld­ir skulu greidd­ar niður meðan efna­hags­ástandið er gott.“ Ekk­ert af þessu þrennu hef­ur verið efnt. Rekstr­ar­kostnaður borg­ar­inn­ar hef­ur hækkað langt um­fram al­mennt verðlag milli ára. Í síðustu fimm ára áætl­un sem var samþykkt fyr­ir ára­mót er gert ráð fyr­ir að í lok kjör­tíma­bils­ins verði 64 millj­örðum hærri skuld­ir hjá borg­inni en boðað var fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2018. Það er gríðarlegt frá­vik. Ef frá­vik skyldi kalla slík­an full­kom­inn for­sendu­brest. Rétt er að minna á að þessi skulda­aukn­ing er áður en kór­ónukrepp­an skall á svo bú­ast má við ábót. Loks er það svo­nefnd­ur hagnaður síðustu ára en hann er fyrst og fremst bókað end­ur­mat á fé­lags­legu hús­næði sem borg­in hef­ur fært sér til tekna upp á 57 millj­arða króna. Ekki ein króna af þess­um reiknaða hagnaði hef­ur skilað sér á banka­bók­ina. Þvert á móti eru Fé­lags­bú­staðir fjárþurfi. Og Reykja­vík­ur­borg hef­ur þurft að gang­ast í ábyrgðir enn og aft­ur vegna lán­töku dótt­ur­fé­lags síns.

Viður­kenn­um vand­ann

Sá sem horf­ist ekki í augu við vand­ann er sjálf­ur í vanda. Sá sem neit­ar að horfa á heild­ar­mynd­ina sér ekki stöðuna eins og hún er og get­ur því ekki leyst vand­ann. Það eru erfið verk­efni fram und­an í Reykja­vík. Fyrsta skrefið hjá ábyrg­um stjórn­end­um er að viður­kenna vand­ann. Aðeins þannig er mögu­legt að bæta úr hon­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. júlí 2020.