Uppskurður er nauðsynlegur

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Útgjalda­sinn­ar hugsa með hryll­ingi til þess að rót­tæk upp­stokk­un verði á skipu­lagi rík­is­ins. Hagræðing og end­ur­skipu­lagn­ing rík­is­rekstr­ar veld­ur út­gjalda­sinn­um (sem finn­ast í flest­um stjórn­mála­flokk­um) póli­tískri ógleði. Kannski er það skilj­an­legt þegar haft er í huga að þeir trúa því að hægt sé að leysa flest vanda­mál sam­fé­lags­ins með aukn­um út­gjöld­um. Ekk­ert vanda­mál er svo lítið eða stórt að ekki sé hægt að leysa það með því að opna fjár­hirsl­ur rík­is­ins bet­ur. Ef þær reyn­ast tóm­ar er alltaf hægt að gefa út víxla á framtíðina – velta kostnaðinum yfir á kom­andi kyn­slóðir.

Tíma­bundn­ar efna­hagsþreng­ing­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar breyta lífsviðhorfi út­gjalda­sinna í engu. Ef eitt­hvað er styrkj­ast þeir í trúnni á áhrifa­mátt sí­hækk­andi út­gjalda og um­svifa rík­is­ins. Útgjalda­sinn­ar eru sam­kvæm­ir sjálf­um sér í a.m.k. einu: Þeir eru skattaglaðari en aðrir – alltaf til­bún­ir með til­lög­ur um aukn­ar álög­ur á fyr­ir­tæki og heim­ili. Og hvernig má annað vera?

Skattaglaðir út­gjalda­sinn­ar telja sig vita að ríkið sé upp­haf og end­ir flestra lífs­gæða. Auk­in um­svif rík­is­ins og annarra op­in­berra aðila eru því ekki aðeins æski­leg held­ur bein­lín­is nauðsyn­legt mark­mið til að auka vel­sæld.

Í vel­ferðarríki skattaglaðra út­gjalda­sinna skipt­ir stærð þjóðar­kök­unn­ar (lands­fram­leiðslunn­ar) ekki mestu held­ur hversu stóra skeið hið op­in­bera sker af henni og tek­ur til sín. Í hug­ar­heimi þeirra er vel­ferðin meiri þegar sneið rík­is og sveit­ar­fé­laga er 50% af 2.000 millj­arða þjóðar­köku en ef hún er 40% af 3.000 millj­örðum. Engu skipt­ir þótt minni sneiðin sé í raun 200 millj­örðum stærri. Hlut­falls­leg stærð rík­is­sam­neysl­unn­ar skipt­ir mestu en ekki verðmæti kökusneiðar­inn­ar.

Það á því ekki að koma á óvart að meiri áhersla sé lögð á að stækka sneið hins op­in­bera af þjóðar­kök­unni en að baka stærri köku – auka lands­fram­leiðsluna – tryggja meiri verðmæta­sköp­un.

Harðari átök

Hér skal því haldið fram að póli­tísk átök – markalín­ur stjórn­mál­anna – muni á kom­andi árum fyrst og síðast snú­ast um viðhorf út­gjalda­sinna og tals­manna aðhalds í op­in­ber­um fjár­mál­um – milli skattagleðinn­ar og hóf­semd­ar í álög­um á fyr­ir­tæki og heim­ili. Þessi átök hafa alltaf verið til staðar en flest bend­ir til að þau harðni í aðdrag­anda kosn­inga á kom­andi ári og í eft­ir­leik þeirra.

Í ein­fald­leika sín­um er hægt að segja að tek­ist verði á um þjóðfé­lags­gerðina – um lífs­kjör al­menn­ings til langr­ar framtíðar.

Við sem stönd­um and­spæn­is skattaglöðum út­gjalda­sinn­um og vilj­um stíga á út­gjalda­brems­una höf­um átt í vök að verj­ast. Við glím­um við and­stæðinga sem njóta dyggs stuðnings sér­hags­muna sem telja hags­mun­um sín­um best borgið með að kerfið þenj­ist út – að hlut­falls­lega kökusneiðin sé stærri þótt kak­an sjálf kunni að vera minni.

Það þarf sterk bein og póli­tískt þrek til að stand­ast þann þrýst­ing sem gæslu­menn sér­hags­muna beita. Og þrýst­ing­ur­inn kem­ur ekki síst frá þeim sem bet­ur eru sett­ir í sam­fé­lag­inu. Þeir sem lak­ast eru sett­ir eru ekki há­vær­ast­ir. Hóf­semd í kröfu­gerð um auk­in út­gjöld fer ekki eft­ir fjár­hags­stöðu.

Áskor­un Sjálf­stæðis­flokks­ins

Það skipt­ir miklu að stjórn­mála­menn og -flokk­ar sem berj­ast fyr­ir hag­kvæm­ari rík­is­rekstri og nýt­ingu al­manna­fjár nái kjós­end­um (skatt­greiðend­um) á sitt band. Færa verður rök fyr­ir því hvernig hagræðing í rík­is­rekstri sé vörn ís­lenska vel­ferðar­kerf­is­ins til lengri tíma, gefi mögu­leika á að efla mennta­kerfið, byggja und­ir lög­gæslu og styrkja byggðir lands­ins með góðum sam­göng­um. Auk­in skil­virkni miðar að því að hið op­in­bera þjóni bet­ur ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um. Kjós­end­ur verða að sann­fær­ast um að ein­fald­ara stjórn­kerfi rík­is­ins lækki kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja og auki tekj­ur rík­is­ins til lengri tíma sam­hliða því sem ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna hækka.

Áskor­un Sjálf­stæðis­flokks­ins er í senn ein­föld og erfið: Að leiða end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­hag og rekstri rík­is­ins, skapa líf­væn­legt um­hverfi fyr­ir verðmæta­sköp­un og frjálst at­vinnu­líf. Aðeins þannig verða lífs­kjör al­menn­ings bætt og búið í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Verk­efnið er tvíþætt. Ann­ars veg­ar að auka tekj­urn­ar með því að örva at­vinnu­lífið — hleypa nýju súr­efni inn í fyr­ir­tæk­in með lægri skött­um og ein­fald­ara reglu­verki (stækka þjóðar­kök­una). Og hins veg­ar að hagræða í rekstri rík­is­ins, skera upp stjórn­sýsl­una og straum­línu­laga, sam­hliða því sem rekst­ur­inn er end­ur­skipu­lagður (minnka sneiðina hlut­falls­lega).

Við ætl­um sem sagt að fá meiri og betri þjón­ustu fyr­ir hverja krónu sem fer út í rík­is­sjóði. Upp­stokk­un rík­is­rekstr­ar fel­ur ekki aðeins í sér að for­gangsraða út­gjöld­um og tryggja hag­kvæma nýt­ingu fjár­veit­inga, held­ur ekki síður betri nýt­ingu rík­is­eigna m.a. með því að umbreyta eign­um í fé­lags­lega og hagræna innviði. Hags­mun­um al­menn­ings og fyr­ir­tækja er t.d. bet­ur borgið með því að nýta fjár­muni í um­fangs­mikl­ar um­bæt­ur í sam­göng­um en að binda þá í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um eða flug­stöð. Þannig er ríkið bet­ur í stakk búið til að sinna grunn­skyld­um sín­um af kost­gæfni.

Gegn öll­um hug­mynd­um af þessu tagi standa skattaglaðir út­gjalda­sinn­ar – og þeir munu beita þeim vopn­um sem þeim hugn­ast.

Það mun reyna á póli­tísk þrek sjálf­stæðismanna að standa gegn há­vær­um kröf­um um auk­in út­gjöld og hærri skatta. Í póli­tískri glímu er mik­il­vægt að menn „þori að hugsa sjálf­stætt, fylgja hugs­un sinni eft­ir og átti sig á því, að fátt næst fyr­ir­hafn­ar­laust“, svo vitnað sé í orð Bjarna heit­ins Bene­dikts­son­ar þegar 25 ára af­mæli lýðveld­is­ins var fagnað. Sjálf­stæðis­menn mæta áskor­un­um kom­andi miss­era og ára best með þessi orð í huga.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. júní 2020.