Skýr samningsvilji

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Eins og kunn­ugt er rík­ir mikið ófremd­ar­ástand varðandi veiðistjórn­un á mak­ríl, norsk-ís­lenskri síld og kol­munna og all­ir stofn­arn­ir hafa und­an­far­in ár verið of­veidd­ir sem nem­ur um 30% um­fram ráðgjöf vís­inda­manna. Ekk­ert heild­ar­sam­komu­lag um skipt­ingu hef­ur verið í gildi síðustu árin og hver þjóð ákveðið ein­hliða sín­ar afla­heim­ild­ir. Of­veiðin mun að óbreyttu hafa ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar fyr­ir af­komu fjölda fólks og fyr­ir­tækja og grafa und­an orðspori allra samn­ingsaðila sem ábyrgra fisk­veiðiþjóða.

Ísland hef­ur um ára­bil reynt að ná samn­ing­um, á fjöl­mörg­um strand­ríkja­fund­um, auk sér­stakra funda sem haldn­ir hafa verið að frum­kvæði Íslands þar sem all­ir þrír stofn­arn­ir hafa verið rædd­ir sam­an. Það er mat mitt að samn­ings­leysi und­an­far­inna ára kalli enn á ný á viðbrögð af hálfu Íslend­inga enda er nauðsyn­legt að koma hlut­um á hreyf­ingu.

Nú ligg­ur fyr­ir að ákveða heild­arafla­mark Íslands fyr­ir stofn­ana þrjá fyr­ir næsta ár. Á þess­um tíma­punkti vil ég senda skýr skila­boð til hinna strand­ríkj­anna um að nú sé þörf á sam­eig­in­leg­um aðgerðum, þessi óá­byrga hegðun gangi ekki leng­ur. Ég hef því ákveðið að afla­mark fyr­ir Ísland í stofn­um norsk-ís­lenskr­ar síld­ar og kol­munna verði ákveðið á grund­velli síðustu strand­ríkja­samn­inga. Sam­hliða þessu mun samn­inga­nefnd okk­ar óska eft­ir fund­um með hinum strand­ríkj­un­um til að ræða þá al­var­legu stöðu sem er uppi og hvetja til þess að aðilar setj­ist sem fyrst niður með það að mark­miði að ná samn­ing­um um sjálf­bæra veiðistjórn og sann­gjarna skipt­ingu. Það er mikið í húfi. Skili þetta frum­kvæði okk­ar ekki til­ætluðum ár­angri er aug­ljóst að end­ur­meta þarf stöðuna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. desember 2019.